Brugðust ekki við ábendingum um „ógeðslegar“ aðstæður
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Brugð­ust ekki við ábend­ing­um um „ógeðs­leg­ar“ að­stæð­ur

Árni Dav­íðs­son, deild­ar­stjóri holl­ustu­eft­ir­lits hjá sam­eig­in­legu Heil­brigðis­eft­ir­liti Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness, seg­ir kall­að verði eft­ir breyt­ingu á lög­um til að bæta áfanga­heim­il­um á lista yf­ir eft­ir­lits-og starfs­leyf­is­skylda starf­semi. Auk þess mun eft­ir­lit­ið kalla eft­ir skýr­ari leið­bein­ing­um frá Um­hverf­is­stofn­un er varð­ar að­komu eft­ir­lits­ins að íbúð­ar­hús­næði.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.
Bæjarfulltrúi í Kópavogi telur áfangaheimili Betra lífs gera „meira ógagn en gagn“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi tel­ur áfanga­heim­ili Betra lífs gera „meira ógagn en gagn“

Sig­ur­björg Erla Eg­ils­dótt­ir kall­ar eft­ir heild­stæðri stefnu­mót­un þeg­ar kem­ur að mál­efn­um heim­il­is­lausra í Kópa­vogi. Hún seg­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar hafa neit­að að fjár­magna mála­flokk­inn í fjár­hags­áætl­un. Ekk­ert eft­ir­lit er með rekstri svo­nefndra áfanga­heim­ilia og bend­ir Sig­ur­björg Erla á að þau falli á milli kerfa þar sem áfanga­heim­il­in teljst hvorki til heil­brigð­isúr­ræða né gisti­þjón­ustu, þrátt fyr­ir að eiga að vera ein­hvers­kon­ar blanda af hvoru tveggja.
ASÍ segir stjórnvöldum hafa mistekist að standa vörð um orkuinnviði
Fréttir

ASÍ seg­ir stjórn­völd­um hafa mistek­ist að standa vörð um orku­inn­viði

ASÍ ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við frum­varp um breyt­ingu á raf­orku­lög­um, þrátt fyr­ir að hafa ekki ver­ið send um­sagn­ar­beiðni. „Sú stað­reynd að skömmt­un raf­orku er til um­ræðu er til marks um að stjórn­völd­um hafi mistek­ist að standa vörð um orku­inn­viði og þar með hags­muni al­menn­ings,“ seg­ir m.a. í um­sögn­inni.
Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni
Fréttir

Spyr hvort fyr­ir­tæki og al­menn­ing­ur eigi að kaupa rán­dýra orku af stór­iðj­unni

For­stjóri stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Ís­lands gagn­rýn­ir harð­lega hug­mynd­ir um að leysa eigi skort á um­framorku til fiski­mjöls­verk­smiðja, með því að neyða fyr­ir­tæk­in og neyt­end­ur í við­skipti við stór­iðj­ur lands­ins, fyr­ir upp­sprengt verð. Til­laga um að stór­iðj­an fái að selja frá sér ónýtta orku, sem hún fær í gegn­um lang­tíma­samn­inga, ligg­ur nú fyr­ir Al­þingi.
Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið undanfarið ár