Zelensky Úkraínuforseti:„Takk fyrir Ísland. Dýrð sé Úkraínu“
Fréttir

Zelen­sky Úkraínu­for­seti:„Takk fyr­ir Ís­land. Dýrð sé Úkraínu“

Volodomyr Zelen­sky Úkraínu­for­seti þakk­aði Ís­landi fyr­ir stuðn­ing­inn í ávarpi sínu til Al­þing­is. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra hélt aft­ur af tár­un­um. Hún sagð­ist ekki myndu halda hlífiskyldi yf­ir nein­um þeim sem ætti skil­ið að lenda á lista yf­ir fólk sem sæta ætti refsi­að­gerð­um þeg­ar hún var spurð um stöðu Al­eks­and­ers Mos­hen­skys, kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi.
Áróðursbréfi um störf eiginmanns Hildar fyrir Jón Ásgeir dreift til sjálfstæðisfólks
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Áróð­urs­bréfi um störf eig­in­manns Hild­ar fyr­ir Jón Ás­geir dreift til sjálf­stæð­is­fólks

Í að­drag­anda próf­kjörs Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík í mars var ómerktu dreifi­bréfi um eig­in­mann Hild­ar Björns­dótt­ur dreift til flokks­manna. Þar var rætt um vinnu manns henn­ar, Jóns Skafta­son­ar fyr­ir fjár­fest­inn Jón Ás­geir Jó­hann­es­son. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Ás­geir verð­ur hluti af pró­kjörs­bar­áttu í flokkn­um.
Alina fær að sækja um vernd
Fréttir

Al­ina fær að sækja um vernd

Út­lend­inga­stofn­un hef­ur sam­þykkt að taka beiðni Al­inu Kaliuzhnaya , hvít-rúss­neskr­ar póli­tískr­ar flótta­konu, um al­þjóð­lega vernd hér á landi til efn­is­legr­ar með­ferð­ar. Ástæða þess er stríð­ið í Úkraínu og áhrif þess á flótta­manna­kerf­ið í Póllandi þang­að sem Út­lend­inga­stofn­un hafði áð­ur ákveð­ið að vísa Al­inu, á grund­velli Dyflin­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar.
Bankasýslan fékk bara einn flugeld: „Þetta var miðlungs raketta“
FréttirSalan á Íslandsbanka

Banka­sýsl­an fékk bara einn flug­eld: „Þetta var miðl­ungs raketta“

Banka­sýsla rík­is­ins vinn­ur nú að minn­is­blaði um þær gjaf­ir sem starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar þáðu í að­drag­anda og í kjöl­far út­boðs á hlut­um rík­is­ins í Ís­lands­banka. Jón Gunn­ar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, stað­fest­ir að bara einn flug­eld­ur hafi kom­ið sem gjöf. Hann hafi ver­ið „miðl­ungs“.
Actavis borgar 30 milljarða króna bætur í Texas vegna ópíóðafaraldursins
FréttirStórveldi sársaukans

Acta­vis borg­ar 30 millj­arða króna bæt­ur í Texas vegna ópíóðafar­ald­urs­ins

Ís­lenska lyfja­fyr­ir­tæk­ið Acta­vis seldi hvergi fleiri ópíóða­töfl­ur en í Texas-fylki á ár­un­um 2006 til 2014. Um var að ræða rúm­lega þrjá millj­arða taflna. Í byrj­un fe­brú­ar var greint frá því að fyr­ir­tæk­ið hefði sæst á að greiða skaða­bæt­ur í rík­inu út af fram­leiðslu og sölu sinni á ópíóð­um í fylk­inu. Eig­andi Acta­vis-fé­lag­anna í dag, Teva, við­ur­kenn­ir hins veg­ar ekki sekt sína þrátt fyr­ir skaða­bæt­urn­ar.
Formaður VR lagðist gegn ályktun sem fordæmdi Eflingar-uppsagnir
FréttirBaráttan um Eflingu

Formað­ur VR lagð­ist gegn álykt­un sem for­dæmdi Efl­ing­ar-upp­sagn­ir

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, lagð­ist gegn því að trún­að­ar­ráð fé­lags­ins sendi frá sér álykt­un, þar sem hópupp­sagn­ir Efl­ing­ar voru for­dæmd­ar. Fyrr­ver­andi formað­ur VR seg­ist hissa á því að formað­ur VR geti op­in­ber­lega stutt for­manns­fram­bjóð­anda í Efl­ingu, en ekki gagn­rýnt það þeg­ar hún segi upp fé­lags­mönn­um hans.
„Það eru allir í sjokki, það getur enginn reddað sér“
Fréttir

„Það eru all­ir í sjokki, það get­ur eng­inn redd­að sér“

Bú­ið er að taka vatn, raf­magn og in­ter­net af í Fann­borg 4 í Kópa­vogi þar sem áfanga­heim­il­ið Betra líf var til húsa. Þrír menn eru eft­ir í hús­næð­inu sem vilja ekki fara, þeir segja að gat­an bíði þeirra þar til þeir fá hús­næði út­hlut­að 2. maí. Arn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mað­ur Betra lífs, vill vísa þeim út en húsa­leigu­samn­ing hans í Fann­borg 4 var rift vegna ófull­nægj­andi bruna­varna.
Bóndinn í Vigur ósáttur við laxeldið við eyjuna: „Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá“
ViðskiptiLaxeldi

Bónd­inn í Vig­ur ósátt­ur við lax­eld­ið við eyj­una: „Þetta er ekki það sem ferða­menn vilja sjá“

Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Háa­fell hef­ur sett nið­ur sjókví­ar við eyj­una Vig­ur í mynni Skötu­fjarð­ar í Ísa­fjarð­ar­djúpi. Gísli Jóns­son, eig­andi og bóndi í Vig­ur, er ekki sátt­ur við þetta og seg­ir að lax­eldi í Ísa­fjarð­ar­djúpi stang­ist á við þá miklu ferða­manna­þjón­ustu sem þar fram í gegn­um ýmsa að­ila.
„Fjármálamarkaðnum virðist því miður ekki vera treystandi“
FréttirSalan á Íslandsbanka

„Fjár­mála­mark­aðn­um virð­ist því mið­ur ekki vera treyst­andi“

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að sér­fræð­ing­ar sem stjórn­völd treystu fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut­um sín­um í Ís­lands­banki hafi brugð­ist. Hann seg­ist treysta fjár­mála­ráð­herra, Bjarna Bendikts­syni, en ekki Banka­sýslu rík­is­ins. „Ég treysti Bjarna Bene­dikts­syni,“ sagði hann.
Bjarni segist ekki hafa verið vanhæfur til að selja pabba sínum Íslandsbankahlut
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ist ekki hafa ver­ið van­hæf­ur til að selja pabba sín­um Ís­lands­banka­hlut

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra seg­ist aldrei hafa hug­að að van­hæfi sínu við sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka þrátt fyr­ir að fað­ir hans væri með­al kaup­enda. Á opn­um fundi í fjár­laga­nefnd um söl­una sagði hann lög­skýr­ing­ar um van­hæfi sitt sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um frá­leit­ar. „Uppistað­an af öllu því sem þú ert að telja upp er áróð­ur,“ svar­aði hann þing­manni Pírata.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu