Prestur innflytjenda líkaði við færslu Bjarna
Fréttir

Prest­ur inn­flytj­enda lík­aði við færslu Bjarna

Ann­ar starf­andi prest­ur inn­flytj­enda og flótta­fólks hjá þjóð­kirkj­unni lík­aði við Face­book-færslu Bjarna Bene­dikts­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herra þar sem fram kom að herða þyrfti regl­ur um hæl­is­leit­enda­mál og auka eft­ir­lit á landa­mær­um. Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag væri al­ger­lega kom­ið úr bönd­un­um og inn­við­ir sprungn­ir. Prest­ur­inn seg­ist hafa ver­ið sam­mála um­mæl­um Bjarna um tjald­búð­irn­ar.
Eftirlaun Ólafs og Vigdísar hafa á síðustu fimm árum kostað ríkissjóð 287 milljónir króna
Fréttir

Eft­ir­laun Ól­afs og Vig­dís­ar hafa á síð­ustu fimm ár­um kostað rík­is­sjóð 287 millj­ón­ir króna

Fyrr­ver­andi for­set­ar Ís­lands, Vig­dís Finn­boga­dótt­ir og Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son eiga bæði rétt á 80 pró­sent af laun­um for­seta eins og þau eru hverju sinni. Laun for­seta eru nú tæp­ar fjór­ar millj­ón­ir á mán­uði en voru ár­ið 2019 rétt und­ir þrem­ur millj­ón­um. Frá júní 2019 til fe­brú­ar 2024 má áætla að Vig­dís og Ólaf­ur hafi sam­an­lagt feng­ið um 287 millj­ón­ir króna í eft­ir­laun.
Ráðuneytið afhendir ekki samskipti við egypsk og ísraelsk stjórnvöld
FréttirFöst á Gaza

Ráðu­neyt­ið af­hend­ir ekki sam­skipti við egypsk og ísra­elsk stjórn­völd

Heim­ild­in ósk­aði eft­ir af­riti af sam­skipt­um ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við sendi­ráð Egypta­lands í Osló og ísra­elskra stjórn­valda en að mati ráðu­neyt­is­ins var ekki unnt að verða við af­hend­ingu gagn­anna á grund­velli mik­il­vægra al­manna­hags­muna, eins og seg­ir í svar­inu. Þar seg­ir einnig að nauð­syn­legt sé að sam­skipti ut­an­rík­is­þjón­ust­unn­ar af þessu tagi „fari leynt til að tryggja áfram­hald­andi góð sam­skipti og gagn­kvæmt traust við­kom­andi að­ila“.
Rit sem sagnfræðingur vann um leiðréttinguna aldrei gert aðgengilegt
Fréttir

Rit sem sagn­fræð­ing­ur vann um leið­rétt­ing­una aldrei gert að­gengi­legt

Sagn­fræð­ing­ur­inn Frið­rik G. Ol­geirs­son var ráð­inn af embætti rík­is­skatt­stjóra til að taka sam­an rit um leið­rétt­ing­una, sem gef­ið var út 2015 og dreift inn­an stjórn­kerf­is­ins. Þetta rit hef­ur aldrei ver­ið birt op­in­ber­lega þrátt fyr­ir að fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, Skúli Eggert Þórð­ar­son, segi efni þess ekk­ert leynd­ar­mál. Ein­tök­um var ekki skil­að inn til Lands­bóka­safns eins og lög um skyldu­skil gera ráð fyr­ir. Frið­rik hef­ur aldrei átt­að sig á því af hverju svo virð­ist sem þessu riti hafi ver­ið stung­ið und­ir stól.
Teitur gagnrýnir embætti Landlæknis og umfjöllun um notkun læknis á Heilsuveru
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Teit­ur gagn­rýn­ir embætti Land­lækn­is og um­fjöll­un um notk­un lækn­is á Heilsu­veru

Teit­ur Guð­munds­son, lækn­ir og fram­kvæmda­stjóri Heilsu­vernd­ar, er ósátt­ur við að embætti Land­lækn­is hafi tjáð sig og fellt dóm yf­ir notk­un starfs­manns fyr­ir­tæk­is­ins á Heilsu­veru áð­ur en skoð­un á mál­inu var lok­ið. Hann seg­ir að Heilu­svernd hafi kom­ið at­huga­semd­um á fram­færi við embætti Land­lækn­is og að einnig hafi ver­ið leit­að til Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur. f
Fjárfestarnir sem seldu Elliða húsið vilja kaupa lóð af Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Fjár­fest­arn­ir sem seldu Ell­iða hús­ið vilja kaupa lóð af Ölfusi

Námu­fjár­fest­arn­ir sem seldu Ell­iða Vign­is­syni bæj­ar­stjóra fast­eign­ir í sveit­ar­fé­lag­inu fyr­ir ótil­greint verð í lok síð­asta árs ætla að byggja skemmu und­ir laxa­fóð­ur við höfn­ina í Þor­láks­höfn. Þeir hafa lýst yf­ir áhuga á að kaupa fast­eign og lóð af Ölfusi og vék Elliði ekki af fundi þeg­ar mál­ið var tek­ið fyr­ir í byrj­un fe­brú­ar.
Hvers vegna brást ríkistjórnin ekki strax við þeim upplýsingum sem lágu fyrir í minnisblaðinu?
Fréttir

Hvers vegna brást rík­i­s­tjórn­in ekki strax við þeim upp­lýs­ing­um sem lágu fyr­ir í minn­is­blað­inu?

„Rík­is­stjórn­in fékk minn­is­blað um hvaða að­gerð­ir rík­is­stjórn­in þyrfti að grípa til sam­stund­is til að tryggja í raun­inni ör­yggi fólks ef hita­veitu­lögn­un­um færu í sund­ur.“ Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, beindi orð­um sín­um að Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, fjár­mála­ráð­herra. Fyr­ir helgi fjall­aði Heim­ild­in um minn­is­blað sem barst rík­is­stjórn­inni þann 11. nóv­em­ber, dag­inn eft­ir að Grinda­vík var rýmd vegna jarð­hrær­inga.

Mest lesið undanfarið ár