Kann að meta litlu hlutina, þökk sé Íslandi

Al­ex­ia Nix er doktorsnemi í eðl­is­fræði við Há­skóla Ís­lands. Við­horf henn­ar til lífs­ins breytt­ist eft­ir að hún flutti til Ís­lands. Hún kann bet­ur að meta litlu hlut­ina og seg­ir það líkj­ast töfr­um að sjá norð­ur­ljós og jökla.

Kann að meta litlu hlutina, þökk sé Íslandi
Alexia Nix Hlakkar til að ganga á fjöll í sumar. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

Ég heiti Alexia Nix og er doktorsnemi í eðlisfræði við Háskóla Íslands en ólst upp á Grikklandi. Það eru tvö og hálft ár síðan ég flutti til Íslands. 

Það liggja ýmsar ástæður að baki því að ég kom hingað en sú helsta er að makinn minn fékk líka stöðu við háskóla hér. Okkur langaði að vera saman. Við erum virkilega ánægð og líður vel. 

Flutningurinn til Íslands hafði áhrif á viðhorf mitt til lífsins. Reykjavík er lítil borg en svo full af lífi og með ólíka menningarheima. Fólk ætti ekki að vera með fyrir fram gefnar hugmyndir um samfélagið, eins og að halda að það sé lokað. Það er það alls ekki. 

Íslendingar eru ekki eins og hefðbundnir Norðurlandabúar. Þegar þú kemur hingað áttarðu þig á því að allar staðalímyndirnar um fólk á Norðurlöndunum eiga ekki við. Mér finnst Íslendingar svo opnir og forvitnir að skilja meira um mig og minn menningarheim. Þau samþykkja mann. 

„Svo sé ég norðurljós og það er töfrum líkast

Eftir að ég flutti hingað hef ég lært að kunna að meta litlu hlutina í lífinu. Eyjan er staðsett langt í burtu frá meginlandi Evrópu og heimalandi mínu. En svo sé ég norðurljós og það er töfrum líkast. Og sé jökul og það eru töfrar. Hér kunnum við að meta litlu hlutina en í öðrum löndum er svo mikill hraði í samfélaginu að fólk gleymir þessum hlutum. Á Íslandi gerir fólk það svo augljóst þegar það er hamingjusamt. Til dæmis ef það er gott veður, þá tekur það frí frá vinnu bara til þess eins að njóta sólarinnar. 

Það er mér ofarlega í huga að dagarnir eru að lengjast og veðrið að hlýna. Ég hlakka mikið til að fara að ganga á fjöll. Mig langar rosalega mikið að ganga Laugaveginn í sumar.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár