Dreymir um að stofna fyrsta vísindasetrið á Íslandi

Vís­indi og vís­inda­skáld­skap­ur hafa heill­að Guð­rúnu Matt­hildi Sig­ur­bergs­dótt­ur frá því að hún man eft­ir sér. Hún á sér draum um að gera vís­indi að­gengi­legri, sér­stak­lega fyr­ir börn, og opna fyrsta vís­inda­setr­ið á Ís­landi og skapa þannig vett­vang þar sem er hægt að læra með því að prófa, snerta og skynja.

Dreymir um að stofna fyrsta vísindasetrið á Íslandi
Vísindi Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir vill auka áhuga á vísindum, ekki síst meðal barna, og geri þau aðgengilegri. Lára Katrín og Pétur Nóel styðja mömmu sína áfram og hafa meðal annars aðstoðað hana við að smíða rannsóknarstofu í stofunni heima. Mynd: Golli

Alheimur er vísindasetur sem mun innihalda gagnvirkt og í senn áþreifanlegt efni um hin ýmsu svið vísinda þar sem börn og aðrir gestir fá tækifæri til að prófa, snerta, heyra og sjá í staðinn fyrir að lesa langa fræðilega texta. Alheimur er hugarsmíð Guðrúnar Matthildar Sigurbergsdóttur, líffræðings hjá Íslenskri erfðagreiningu. Alheimur er ekki orðinn að veruleika en það gæti gerst í nánustu framtíð. 

„Þetta er örugglega í fyrsta og eina sinn sem ég verð ungfrú Alheimur, held ég,“ segir Guðrún Matthildur og hlær. En það dugar ekkert minna þegar til stendur að koma á fót vísindasetri um öll heimsins vísindi. Hugmyndin hefur lengi blundað í Guðrúnu og hún ákvað loks að láta vaða í vor og skráði sig til leiks í nýsköpunarkeppninni Gullegginu. „Það kom einhver kraftur yfir mig. Ég komst ekki áfram í keppninni en ákvað samt að halda áfram með verkefnið, þetta var hvetjandi umhverfi,“ segir Guðrún, sem …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár