Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Mikilvægi þess að mæta á réttum tíma

Rit­höf­und­ur­inn Bragi Ólafs­son frumbirt­ir á menn­ing­ar­síð­um Heim­ild­ar­inn­ar nýja smá­sögu til að njóta með páska­eggj­un­um. Góð saga ger­ir allt skemmti­legra og það vissi Er­nest Hem­ingway sem var bæði með bar og bóka­skáp á kló­sett­inu. Gleði­lega páska!

Mikilvægi þess að mæta á réttum tíma

Þremur vikum áður en þessi saga gerist – saga sem vel að merkja er um það bil að hálfu leyti sönn – var lokið við smíði sorptunnugeymslu fyrir framan nokkuð nýlega íbúðablokk í þeim hluta Reykjavíkur sem jafnan er kallaður Austurbærinn. Hverfið er þó ekki austar en svo að það liggur vestanmegin við miðsvæði borgarinnar. Sorptunnugeymslan er aftur á móti norðanmegin við blokkina, en ekki endilega fyrir framan hana; hún er allt eins fyrir aftan – fer eftir hvernig litið er á það. Geymslan er þó, eins og áður sagði, fyrir utan húsið; og tunnurnar fyrir innan ekki að fullu varðar fyrir veðri og vindum, því veggir hennar, sem byggðir eru úr tré, hleypa í gegnum sig lofti og vatni – þessu má jafnvel líkja við búr, nema að rimlarnir eru ekki úr málmi. Þetta er fremur fallegt mannvirki, þótt það sem það hýsi sé ef til vill ekkert til …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu