Sér manninn sinn í augum dætranna
Tatiyana og yngri dóttir hennar Solomiya. Mynd: Óskar Hallgrímsson
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Sér manninn sinn í augum dætranna

Úkraínsk­ur góð­gerð­ar­sjóð­ur fyr­ir börn sem hafa misst for­eldri í stríð­inu í Úkraínu er sem stend­ur að að­stoða næst­um 7.500 manns. Kona sem missti mann­inn sinn, og föð­ur barna sinna, í stríð­inu sá aug­lýs­ingu um sjóð­inn á Instra­gram og seg­ir hann frá­bær­an.

Barnahetjur, eða Children heroes á ensku, er úkraínskur góðgerðarsjóður sem skuldbindur sig til að veita langtímaaðstoð til barna sem hafa misst annað eða báða foreldra í stríðinu í Úkraínu. Sjóðurinn veitir börnunum og fjölskyldum þeirra alhliða aðstoð þar til börnin verða 18 ára. Þar má nefna alla mannúðar- og neyðaraðstoð, sálfræðiþjónustu og meðferð, lögfræðiaðstoð, tryggða menntun og útvegun á mat, hlýjum fatnaði og húsaskjól. Með það að markmiði að styrkja börn og foreldra til að sigrast á mótlæti, endurbyggja líf sitt og skapa bjartari framtíð fyrir sig og Úkraínu.

Kateryna Pozinenko er ein af stofnendum sjóðsins. Hún er upprunalega frá borginni Avdiivka í austurhluta landsins sem töluvert hefur verið í fjölmiðlum upp á síðkastið. Þar hafa geisað harðir bardagar síðan í október og talið er að um 13 þúsund Rússar hafi fallið eða slasast alvarlega á rúmlega þremur mánuðum síðan áhlaup þeirra hófst á borgina. Margur lesandinn mun kannast við …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár