Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Hvað er svona traustvekjandi við tittlinga?“ – Ein minning um Auði Haralds

Bók­mennta­fræð­ing­ur­inn og blaða­mað­ur­inn Þór­unn Hrefna Sig­ur­jóns­dótt­ir skrif­ar í minn­ingu Auð­ar Har­alds að­eins um Hvunndags­hetj­una.

Fyrsta verkefni mitt í blaðamennsku var að leita að skemmtilegum viðmælendum fyrir áramótagrein Stúdentablaðsins. Mér datt umsvifalaust í hug að hringja í Auði Haralds. Manneskjuna sem ég hafði dáð frá því að ég las Baneitrað samband á Njálsgötunni fjórtán ára og hló og skríkti yfir drepfyndnum samskiptum Konráðs og mömmu hans. Fyrsta bókmenntaritgerðin í menntaskóla var skrifuð um Hlustið þér á Mozart, ég gapti yfir Læknamafíunni og fékk vel útilátið högg bæði á trýnið og í magann þegar ég las Hvunndagshetjuna um tvítugt.

Það er vægt til orða tekið þegar ég segi að átrúnaðargoðið Auður hafi valdið vonbrigðum. Mig minnir að ég hafi beðið hana að nefna það sem að hennar mati var best og verst á árinu sem þá var að líða. Hún gæti hugsað málið og svo myndi ég hringja í hana daginn eftir til þess að taka niður svörin.

Blaðabarnið hrökk í kút þegar Auður sagði ískalt: …

Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár