Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Ég þekki mín réttindi og er alltaf tilbúin að berjast fyrir þeim“

„Ræst­ing­ar er mjög erfitt starf,“ seg­ir Ieva Mūrniece, sem hef­ur starf­að við þrif á Ís­landi í sjö ár. Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar rann­sókn­ar sýna að lífs­skil­yrði og heilsa fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði, sama hvert er lit­ið.

„Ég þekki mín réttindi og er alltaf tilbúin að berjast fyrir þeim“
Erfiðisvinna Ieva Mūrniece hefur starfað við ræstingar í sjö ár. „Þetta er stundum erfitt andlega en með tímanum verður allt betra.“ Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Ieva Mūrniece kom til Íslands fyrir sjö árum. Hún ætlaði bara að stoppa stutt, nokkra mánuði, og vinna til að safna sér fyrir íbúð í heimalandinu, Lettlandi. „En eftir nokkra mánuði varð ég ástfangin af Íslandi. Og hér er ég enn,“ segir Ieva í samtali við Heimildina. 

Ieva starfar við ræstingar. Áður en hún kom til Íslands var hún í kokkanámi og starfaði meðfram náminu í matvöruverslun. „Ræstingar er mjög erfitt starf, þú verður að elska það sem þú ert að gera.“

„Ég elska erfiðisvinnu“
Ieva Mūrniece

Henni hafa boðist önnur störf en hún hefur haldið sig við ræstingarnar. „Þetta er stundum erfitt andlega en með tímanum verður allt betra.“

Andleg heilsa er á meðal mælikvarða í nýrri rannsókn Vörðu – Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um stöðu og lífsskilyrði fólks sem starfar við ræstingar. Þar kemur fram að mun hærra hlutfall býr við slæma andlega heilsu, eða 41,1 prósent, samanborið við 35,8 …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár