Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Listamenn með fatlanir þurfa pláss“

Chi­ara Bers­ani fjall­ar um hinn póli­tíska lík­ama í verk­um sín­um, hug­tak sem hef­ur mark­að bæði líf henn­ar og starf en sjálf er hún lista­kona með fötl­un og hef­ur bæði þurft að berj­ast fyr­ir því að vera á svið­inu og svo seinna að fara af því.

„Listamenn með fatlanir þurfa pláss“
Blíði einhyrningurinn Chiara hefur ákveðið að ljá einhyrningnum líkama sinn, gefa honum rödd, ást og val. Mynd: Alice Brazzit

Við hvítt borð í annars alveg svörtum sal Listaháskóla Íslands situr hin ítalska Chiara Bersani, margverðlaunaður danshöfundur og dansari. Hún er komin til Íslands til að flytja verk sitt, Blíði einhyrningurinn, á Danshátíð Reykjavíkur. Af því tilefni var boðað til málþings helgað rannsóknum hennar og verkum. Þær snúa fyrst og fremst að hugtakinu um hinn pólitíska líkama og verkið er afurð þeirra rannsókna.

Bersani telur einhyrninginn fullkomna veru til að skoða hugtakið út frá. „Hann er fullkomið fórnarlamb fyrir hvern þann sem vill setja á hann meiningu,“ segir hún. Rétt eins og fólk hefur sett sína meiningu á hennar líkama og líkama sambærilegum hennar. Chiara er listakona með fötlun og með verkinu vill hún ljá einhyrningnum líkama sinn.

Einhyrninginn segir hún hvorki eiga samastað né sögu, hann hafa verið notaðan og misnotaðan af mönnum og sviptur réttinum til að tjá og skilgreina sig sjálfur. „Þú munt ekki skilgreina mig, ég …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu