Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sjómaður í leit að föður sínum

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.

Sjómaður í leit að föður sínum

Mikael Tamar leitar nú að blóðföður sínum. Hann er sonur íslenskrar konu og erlends manns, sem hann veit ekki hver er – eða var. „Þegar við vorum krakkar sá ég vini mína leita ráða hjá feðrum sínum, en ég átti engan pabba. Þær föðurímyndir sem komust mér næst fann ég í móðurbræðrum mínum, sem eru þeir allra hörðustu vinnumenn sem ég veit um og góðar fyrirmyndir. Auðvitað vildi ég vita hver pabbi minn væri en mamma hafði ekki svörin. Mér fannst ég bara vera hálfur.“

Á fullorðinsárum skildi hann betur hversu djúpstæð áhrif það hafði á hann að þekkja ekki uppruna sinn. Hann vildi vita hvaðan hann væri og hver faðir hans væri. „Fyrir þremur árum benti mamma mér á að það væri verið að selja DNA-próf í apóteki, með aðgangi að gagnabanka sem heitir My Heritage. Ég tók þetta próf. Samkvæmt niðurstöðunni er eða var blóðfaðir minn frá Bandaríkjunum. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Matthildur Jóhannsdóttir skrifaði
    Ég mæli með að prófa " 23 and me" gagnabanki þeirra er mikið stærri, og það væri möguleiki að þrengja leitina frekar. Sem dæmi fylki eða bær.
    0
  • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
    Fallegt viðtal og góð skilaboð í því. Gangi þér vel.
    0
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    ✨♥️
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár