Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Streitan getur valdið slysum

Krist­ín Sig­urð­ar­dótt­ir slysa- og bráða­lækn­ir, sem vann um ára­bil á veg­um ís­lenskra út­gerða á Las Palmas, þurfti síð­ar að hætta störf­um hjá Land­spít­al­an­um vegna veik­inda sem stöf­uðu af raka­skemmd­um í hús­næði spít­al­ans. Krist­ín horf­ir á lík­amann sem heild og vinn­ur að því að efla seiglu og bregð­ast við streitu.

Kristín Sigurðardóttir fæddist árið sem California Dreamin með Mamas & the Papas var á toppnum og svo má nefna The Boots are Made for Walkin með Nancy Sinatra og Strangers in the Night með Frank Sinatra. Faðir hennar er Sigurður Björnsson krabbameinslæknir og móðir hennar er Guðný Stefánía Kristjánsdóttir frumutæknir. Kristín ólst upp í Bandaríkjunum. „Við bjuggum fyrst í Connecticut og síðan í Buffalo, New York. Þar var aðallega töluð enska á heimilinu.“

Fjölskyldan flutti til Íslands þegar Kristín byrjaði í gagnfræðaskóla og segir hún að það hafi verið svolítil áskorun að byrja í skólanum og tala „barnamál“ á íslensku. „Þegar ég verð þreytt eða þarf að einbeita mér fer ég svolítið að hugsa á ensku.“

Fann ræturnar á Íslandi

Hún var alltaf ákveðin í að flytja aftur til Bandaríkjanna en raunin varð önnur. Hún fann ræturnar á Íslandi og vildi ekki aftur út. Þegar stúdentshúfan var komin á kollinn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár