Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Covid-19 smit í samfélaginu en óvíst um útbreiðslu

Fimm greind­ust smit­að­ir inn­an­lands í gær og þrír voru ut­an sótt­kví­ar. Verði fram­hald á grein­ingu smita hyggst sótt­varna­lækn­ir leggja til harð­ari sótt­varn­ar­að­gerð­ir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir augljóst að kórónaveiran sé útbreiddari í samfélaginu en talið hafi verið. Smit sem greindust um helgina sýni það. Í gær greindust fimm smitaðir á höfuðborgarsvæðinu og voru þrír ekki í sóttkví. Það fólk tengist fjölskylduböndunum en enn hefur ekki verið rakið hvernig þau smituðust.

Þórólfur segir enn fremur að hann hafi áhyggjur af auknum fjölda smita á landamærunum og segir hann líkur á að þau smit sem greinst hafi hér innanlands hafi tengingu við smit sem borist hafi til landsins erlendis frá. Hann brýnir fólki að verði það vart við minnstu einkenni sem gætu fylgt Covid-19 smiti, þá haldi það sig heim og frá öðrum, fari í sýnatöku og bíði niðurstöðu. Ef frekari smit greinast á næstu dögum segir Þórólfur að hann muni bregðast við með því að leggja til harðari aðgerðir innanlands, og mögulega á landamærunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár