Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Við erum öll í sjokki“

Risa­stór aur­skriða féll á fjölda húsa á Seyð­is­firði og hreif þau með sér um þrjú leyt­ið í dag. Fólk mun hafa ver­ið á svæð­inu þeg­ar skrið­an féll. Óljóst er hvort ein­hver lenti í flóð­inu. „Það er eins og fjall­ið hafi kom­ið allt nið­ur,“ seg­ir íbúi.

„Við erum öll í sjokki“
Frá Seyðisfirði í nótt Húsið sem skriðan féll á í nótt er gjörónýtt. Mynd: Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson

Gríðarleg eyðilegging er á Seyðisfirði eftir að aurskriður féllu núna um miðjan daginn. Björgunarsveitir af öllu Austurlandi eru á leiðinni á Seyðisfjörð, sem og lögreglumenn frá Akureyri og Reykjavík. 

Ekki er vitað fyrir víst hvort einhver varð fyrir skriðunni, en vonast er til að svo sé ekki. Í tilkynningu frá almannavörnum klukkan 16.04 segir að stefnt sé að því að rýma Seyðisfjörð: „Allir íbúar og aðrir á Seyðisfirði eru beðnir um að mæta í félagsheimilið Herðubreið og gefa sig fram í fjöldahjálparstöð eða hringja í síma 1717. Stefnt er að því að Seyðisfjörður verði rýmdur.“

Skriðan lenti á fleiri húsum 

Stundin náði sambandi við Aðalheiði Borgþórsdóttur, íbúa á Seyðisfirði og fyrrverandi bæjarstjóra, klukkan 15:33. Aðalheiður var í miklu uppnámi í símtalinu en greindi blaðamanni frá því að ekki væri vitað hvort allir væru óhultir, það væri þó haldið.

Skriðan lenti á fleiri, fleiri húsum segir Aðalheiður. „Það er eins og fjallið hafi komið allt niður. Ég er bara í sjokki eftir að hafa horft á þetta, þetta er rosalegt. Við erum öll í sjokki, ég veit ekki hvað ég á að segja þér.“

Risastór aurskriða féll á Seyðisfirði um þrjúleytið og hreif með sér hús. Skriðan sem er talin vera jafnvel enn stærri en þær sem þegar hafa fallið kom á húsin var fólk á svæðinu, þó ekki sé ljóst hvort það var innandyra.  

Á fjórða tímanum ræddi Stundin við annan íbúa á Seyðisfirði, Páll Thamrong Snorrason, sem lýsti því svo að gríðarlegar drunur hefðu fylgt með skriðufallinu. Miklar truflanir voru á símtalinu og sagði Páll að það væri líklega vegna þess að allt rafmagn væri farið af bænum. Með það slitnaði símtalið.

Biðja fólk um að gefa sig fram 

Uppfært klukkan 15:42

Jóhann K. Jóhannsson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra sagði í samtali við Stundina að skriðan hefði komið á nokkurn fjölda húsa, og hefði hrifið að minnsta kosti eitt þeirra með sér. Ekki væri vitað til þess að nein hefði lent í skriðunni en það væri þó ekki staðfest að svo hefði ekki verið. Búið væri að stækka rýmingarsvæðið á Seyðisfirði verulega.

„Rýmingarsvæðið nær til Botnahlíðar, Bröttuhlíðar, Múlavegs, Túngötu að hluta til, Miðtúns að hluta til, Brekkuvegs, Baugsvegs, Austurgötu að hluta, Hafnargötu og Fossagötu. Fólk sem býr á þessu svæði er beðið að gefa sig fram í fjöldarhjálpastöðina í Herðubreið á Seyðisfirði,“ segir Jóhann. 

„Ég skelf ennþá“

Búið er að kalla út björgunarsveitir af öllu Austurlandi og eru þær á leiðinni niður á Seyðisfjörð. „Það eru lögreglumenn á leiðinni annars vegar af Akureyri og hins vegar úr Reykjavík austur, með flugi og akandi,“ segir Jóhann enn fremur.

Eyðileggingin gríðarleg

Uppfært klukkan 15:54

Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Austurfréttar, er á Seyðisfirði. Í stuttu samtali við Stundina sagði hann eyðilegginguna gríðarlega. Í frétt sem Gunnar setti inn á vef Austurfréttar segir að fleiri en ein skriða hafi fallið, meðal annars á Tækniminjasafn Austurlands sem stendur utarlega í bænum. Eitt íbúðarhús er ónýtt og stóð það við Búðará. Gríðarlegur viðbúnaðar er á svæðinu og björgunarsveitarfólk og viðbragðsaðilar uppteknir við aðgerðir svo erfiðlega gengur að ná tali af þeim. 

„Ég skelf ennþá“

Uppfært klukkan 16:11

Stundin náði sambandi við Gunnar á nýjan leik um klukkan fjögur. „Hér eru bara allir í losti. Ég skelf ennþá, maður er hræddur um fólkið og það er verst. Það fylgdu ofboðslegar drunur þessum skriðuföllum sem stóðu lengi yfir, að því er mér leið í einhverjar mínútur.“

Gunnar segir að búið sé að biðja alla sem staddir eru á Seyðisfirði að gefa sig fram í fjöldahjálparmiðstöð í Herðubreið, ekki bara þá sem eru búsettir á rýmingarsvæðunum. „Það er verið að reyna að ná manntali, það er verið að reyna að ná utan um þetta. Það er ennþá óstaðfest hvort allir séu óhultir.“

„Menn eru bara að reyna að ná utan um þetta.“

Eins og greint er frá hér að ofan er búið að kalla út björgunarsveitir af öllu Austurlandi til aðstoðar niður á Seyðisfirði. „Það er að berast aðstoð, ég sá að lögreglan ofan af Héraði var að renna inn í bæinn í þessu og það eru bara allir sem geta á leiðinni til að aðstoða,“ segir Gunnar.

Ennþá er úrhellisúrkoma á Seyðisfirði og von á að það bæti enn meira í hana samkvæmt spám. Um hálfþrjú byrjað að bæta verulega í frá því sem verið hafði að sögn Gunnars. Hann segir að erfitt sé að segja til um hvernig sé umhorfs í bænum. „Það er myrkur yfir og rafmagn farið af ytri hluta bæjarins, frá Fjarðaánni og út eftir. Menn vita ekkert hvert umfangið er, menn eru hræddir um Tækniminjasafnið og hús í nágrenninu. Ég hitti mann áðan sem sagði að það væru farin hús þar. Menn eru bara að reyna að ná utan um þetta.“

Unnið að því að skrásetja fólkVerið er að ná utan um hverjir er á staðnum.

„Ég gat varla talað“

Uppfært klukkan 16:36

Stundin heyrði í Hönnu Kristel sem býr á Fossagötu á Seyðisfirði, einni af þeim götum sem hafa verið rýmdar. „Ég satt best að segja veit ekki hver staðan er, það er mjög erfitt að átta sig á þessu. Ég heyri núna í þyrlu hér fyrir ofan okkur, þetta er bara hræðilegt. Ég er í áfalli, ég gat varla talað áðan. Maður veit ekkert hvað gerist.

„Ég er í áfalli, ég gat varla talað áðan“

Ég á sjálf hús á sem er á hættusvæði, á Fossagötu. Ég fór strax úr því á þriðjudag, rýmdi það, eftir að ég horfði á fyrstu skriðuna koma. Við vorum til að byrja með á Póst hostel, í gamla pósthúsinu á horninu á Hafnargötu og Austurvegi. Þegar við vöknuðum hins vegar í morgun og sáum Breiðablik [húsið sem skriða tók í nótt] á hliðinni þá forðuðum við okkur. Ég er núna í húsi sem á að vera á hættulausu svæði, alla vega samkvæmt þeim sem ég hef talað við. Ég veit að mitt hús stendur enn, mér sýnist það ekki hafa orðið fyrir neinu en það er erfitt að segja.“

Óttast um afdrif fólks

Spurð hvernig líðanin sé dregur Hanna djúpt andann. „Hún er bara hörmuleg, okkur líður bara hörmulega. Við vitum ekkert hvort einhver hafi slasast eða þaðan af verra, það er auðvitað það sem maður hugsar fyrst. Svo er það eignatjónið, og hvort eitthvað komi fyrir okkar hús. Erum við óhult, allar þessar spurningar.“

„Maðurinn minn er hins vegar fastur hinu megin við skriðuna“

Spurð hvort henni líði orðið eins og hún sé hvergi óhult í bænum svarar Hanna því til að hún myndi nú ekki segja það. „Þá væri ég farin ef það væri þannig. Mér líður miklu betur hérna megin, en ég fór strax þegar þetta gerðist og sótti strákinn minn á leikskólann því ég vil bara hafa fjölskylduna mína hjá mér. Maðurinn minn er hins vegar fastur hinu megin við skriðuna, hann ásamt tveimur öðrum forðuðu sér í hina áttina út á bæ hér utar sem heitir Hánefsstaðir og er ekki undir fjallinu. Þau eru þar í vari. En hann kemst ekkert hingað yfir, bæði er skriðan illfær eða ófær, hún blokkerar Hafnargötuna algjörlega, en svo er maður bara skíthræddur um að eitthvað meira komi niður fjallið.

Uppfært klukkan 16:48

Lýst hefur verið yfir neyðarstigi á Seyðisfirði vegna skriðfallanna. Samkvæmt tilkynningu Almannavarna á að rýma Seyðifjörð allan. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið send á staðinn ásamt öllu tiltæku björgunarliði á Austurlandi, lögreglumönnum af höfuðborgarsvæðinu og lögreglumönnum frá lögreglunnu á Norðurlandi eystra. Þá er stefnt að því að senda varðskipið Tý austur til aðstoðar og mun það vera væntanlegt austur síðdegis á morgun.

Samkvæmt frétt Vísis eru minnst tíu hús skemmd eftir skriðuföllin nú í dag. Eitt hús sem stóð við Búðará er gjörónýtt og lýstu heimamenn því í samtali við Austurfrétt að það hefði kubbast sundur eins og pappakassi. Enn er ekki orðið ljóst hvort einhver hafi orðið fyrir skriðunni.

Uppfært klukkan 17:14

Engin þyrla er tiltæk hjá Landhelgisgæslunni til að sinna björgunarstörfum fyrir austan en eina tiltæka þyrla gæslunnar bilaði á þriðjudaginn. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir í samtali við Stundina að verið sé að klára viðgerð á þyrlunni TF-Gró og við taki svokölluð uppkeyrsla. Gangi allt að óskum verði þyrlan flughæf innan tveggja til þriggja klukkustunda. Ásgeir segir að ekki hafi að svo stöddu máli verið kallað eftir aðstoð þyrlu frá gæslunni austur á Seyðisfjörð. 

Uppfært klukkan 17:21

Enn hefur ekki tekist að staðfesta hvort allir séu heilir á húfi á Seyðisfirði eftir skriðuföllin þar í dag. Rýma á allan Seyðisfjarðarkaupstað og búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu á Egilsstöðum að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. „Þangað verður fólk flutt frá Seyðisfirði. Það er í boði að fara á eigin vegum en það er líka hægt að taka rútu frá fjöldahjálparstöðinni í Herðubreið. Það er áríðandi að fólk tilkynni sig áður, ýmist í fjöldahjálparstöðinni í Herðubreið, eða hringi í hjálparsíma Rauða krossins 1717.“

Hótel Hallormsstaður, Valaskjálf, Tehúsið og fleiri aðilar á Egilsstöðum hafa opnað dyr sínar og bjóða Seyðfirðingum gistingu. Mikilvægt er að fólk skrái sig inn í fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum. 

Rútur bíða tilbúnarByrjað er að flytja fólk af Seyðisfirði upp á Egilsstaði.

Uppfært klukkan 18:38

Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum er engra saknað eftir aurskriðurnar sem féllu á hús á Seyðisfirði um miðjan dag í dag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Af málamyndalýðræði og þjóðaröryggi
AðsentLaxeldi

Af mála­mynda­lýð­ræði og þjóðarör­yggi

Þrír af for­svars­mönn­um nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna VÁ, sem berj­ast fyr­ir því að koma í veg fyr­ir að fyr­ir­tæk­ið Ice Fish Farm hefji sjókvía­eldi í Seyð­is­firði, skrifa op­ið bréf til Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar inn­viða­ráð­herra. Mik­ill meiri­hluti íbúa á Seyð­is­firði vill ekki þetta lax­eldi en mál­ið er ekki í hönd­um þeirra leng­ur. Þau Bene­dikta Guð­rún Svavars­dótt­ir, Magnús Guð­munds­son og Sig­finn­ur Mika­els­son biðla til Sig­urð­ar Inga að koma þeim til að­stoð­ar.
Páll Vilhjálmsson dæmdur fyrir ærumeiðingar
Fréttir

Páll Vil­hjálms­son dæmd­ur fyr­ir ærumeið­ing­ar

Hér­aðs­dóm­ur sak­felldi Pál Vil­hjálms­son fyr­ir að hafa í bloggi sínu far­ið með ærumeið­andi að­drótt­an­ir um blaða­menn. Voru bæði um­mæl­in sem Páli var stefnt fyr­ir ómerkt.
Úr núll í þrjár – Konur bætast við í stjórn SFS
Fréttir

Úr núll í þrjár – Kon­ur bæt­ast við í stjórn SFS

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi voru harð­lega gagn­rýnd í fyrra fyr­ir að hafa ein­ung­is karla í stjórn sam­tak­anna. Á að­al­fundi í morg­un bætt­ust við þrjár kon­ur en 20 eru í stjórn með for­manni.
Róttækur hugsjónaflokkur verður að borgaralegum valdaflokki
Greining

Rót­tæk­ur hug­sjóna­flokk­ur verð­ur að borg­ara­leg­um valda­flokki

Vinstri græn hafa á síð­ustu fimm og hálfu ári tap­að trausti og trú­verð­ug­leika, gef­ið af­slátt af mörg­um helstu stefnu­mál­um sín­um og var­ið hegð­un og að­gerð­ir sem flokk­ur­inn tal­aði áð­ur skýrt á móti. Sam­hliða hef­ur rót­tækt fólk úr gras­rót­inni yf­ir­gef­ið Vinstri græn, kjós­enda­hóp­ur­inn breyst, hratt geng­ið á póli­tíska inn­eign Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og fylgi flokks­ins hrun­ið. Þetta er fórn­ar­kostn­að­ur þess að kom­ast að völd­um með áð­ur yf­ir­lýst­um póli­tísk­um and­stæð­ing­um sín­um.
Ánægja kjósenda VG með ríkisstjórnina eykst
Fréttir

Ánægja kjós­enda VG með rík­is­stjórn­ina eykst

Óánægja með störf rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hef­ur ekki mælst meiri frá kosn­ing­um. Karl­ar eru mun óánægð­ari en kon­ur og höf­uð­borg­ar­bú­ar eru óánægð­ari en íbú­ar á lands­byggð­inni.
Í lopapeysu á toppnum – Vinstri græn brýna sverðin
Greining

Í lopa­peysu á toppn­um – Vinstri græn brýna sverð­in

Lands­fund­ur Vinstri grænna, eins kon­ar árs­há­tíð flokks­ins, var sett­ur í skugga slæmra fylgisk­ann­ana og sam­þykkt út­lend­inga­frum­varps­ins. Við sögu koma stafaf­ura, breyt­inga­skeið­ið og söng­lag­ið „Það gæti ver­ið verra“. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var á staðn­um.
Svíar sitja uppi með íslenska raðnauðgarann Geirmund
Fréttir

Sví­ar sitja uppi með ís­lenska raðnauðg­ar­ann Geir­mund

37 ára Ís­lend­ing­ur, sem ver­ið hef­ur bú­sett­ur í Sví­þjóð frá fæð­ingu, hef­ur fjór­um sinn­um ver­ið dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi gegn kon­um auk fleiri brota. Mál manns­ins, Geir­mund­ar Hrafns Jóns­son­ar, hef­ur vak­ið spurn­ing­ar um hvort hægt sé að vísa hon­um úr landi. Geir­mund­ur hélt 25 ára konu fang­inni í marga klukku­tíma síð­ast­lið­ið sum­ar og beitti hana grófu of­beldi.
Þeir sem vilja hræða fólk til að kjósa sig
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Þeir sem vilja hræða fólk til að kjósa sig

Okk­ur stend­ur ekki ógn af flótta­fólki. Okk­ur stend­ur ógn af fólki sem el­ur á ótta með lyg­um, dylgj­um og mann­vonsku til að ná skamm­tíma­ár­angri í stjórn­mál­um, með mikl­um og al­var­leg­um af­leið­ing­um á ís­lenskt sam­fé­lag til lengri tíma.
Dómur kveðinn upp í máli blaðamanna gegn Páli Vilhjálmssyni
Fréttir

Dóm­ur kveð­inn upp í máli blaða­manna gegn Páli Vil­hjálms­syni

Blaða­mað­ur og rit­stjóri stefndu blogg­ara fyr­ir ærumeið­andi að­drótt­an­ir á síð­asta ári. Hann full­yrti að þeir bæru, beina eða óbeina, ábyrgð á byrlun og stuldi á síma.
Samband Bush og Blair og stríðið í Írak
Hlaðvarpið

Sam­band Bush og Bla­ir og stríð­ið í Ír­ak

Per­sónu­leg­ur vin­skap­ur Tony Bla­ir og Geor­ge W. Bush er ekki síst und­ir í um­fjöll­un Dav­id Dimble­by um að­drag­anda Ír­aks­stríðs­ins 2003. Hlað­varp­ið The Fault Line: Bush, Bla­ir and Iraq er vel þess virði að hlusta á, þótt þú telj­ir þig vita flest sem hægt er um stríð­ið.
Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku
GagnrýniHo did I get to the bomb shelter

Þeg­ar fram­tíð­in hverf­ur má leita skjóls í elda­mennsku

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir brá sér í Nor­ræna hús­ið og rýndi í sýn­ingu lista­manna frá Úkraínu.
Njáls saga Einars Kárasonar – með Flugumýrartvisti
GagnrýniNálsbrennusaga og flugumýrartvist

Njáls saga Ein­ars Kára­son­ar – með Flugu­mýr­art­visti

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son skellti sér í Borg­ar­nes og sá Ein­ar Kára­son í Land­náms­setrinu.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    3
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    4
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
Loka auglýsingu