Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Endilega breytum. Ég skal ráða

Hvers vegna berst Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn af svo mikl­um skrið­þunga gegn því sem flest­ir lands­menn eru sam­mála um að nauð­syn­legt sé?

Endilega breytum. Ég skal ráða

Fyrir tíu árum ákvað Alþingi að þjóðin skyldi kjósa stjórnlagaþing til að smíða tillögur að nýrri stjórnarskrá.

Sú hugmynd hefði fallið stjórnmálamönnum við upphaf lýðveldistímans vel í geð enda vildu þeir endurskoða stjórnarskrána frá grunni við fyrsta tækifæri. Til þess hafði ekki gefizt tími í hraðskilnaðinum frá Dönum.

Stjórnarskránni hefur reyndar verið breytt, en ekki í grundvallaratriðum. Ástæðan fyrir því er ein og aðeins ein. Hún heitir Sjálfstæðisflokkurinn.

Eina stóra breytingin

Eina veigamikla breytingin á stjórnarskránni varð árið 1995, þegar nýr mannréttindakafli hennar var samþykktur. Aðrar breytingar hafa mestum verið um kjördæmaskipan og kosningar.

Mannréttindakaflinn var mikilvægur, en samt að flestu leyti aðeins staðfesting á þeim skuldbindingum sem Íslendingar höfðu undirgengizt í mannréttindasáttmála Evrópu og Sameinuðu þjóðanna. Við sögðumst semsagt vilja festa í stjórnarskrá að við værum sæmilega siðað fólk.

Nýi kaflinn hafði ekki afgerandi áhrif, en þýddi þó að til dæmis öryrkjar gátu sótt réttindamál gegn ríkisvaldinu með vísan í hann og haft sigur í Hæstarétti í kringum aldamótin. Án hinna nýju ákvæða í stjórnarskránni hefði málið sennilega tapazt og fátækt fólk þurft að sækja rétt sinn til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Fyrir sína parta sannaði breytingin gildi sitt þegar Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, missti sig eftir sigur öryrkjanna. Hann kallaði dómara í Hæstarétti „spákellingar“ og stakk upp á því að túlkun á stjórnarskránni yrði tekin frá réttinum og færð í sérstaka deild í forsætisráðuneytinu hans.

Af því varð sem betur fer ekki, en umræðan endurspeglaði viðhorf innan lögfræðinnar um að Hæstiréttur ætti ekki að „skrifa ný lög“ með nýrri túlkun á stjórnarskránni, heldur framfylgja ströngum bókstaf. Helzti talsmaður þessa viðhorfs hefur verið Jón Steinar Gunnlaugsson.

Það er ekki aðeins í Bandaríkjunum sem ólík viðhorf að þessu leyti takast á.

En í öryrkjamálinu – og líka kvótamálum, sem voru flóknari en líka stærri hagsmunir undir – fengu sjálfstæðismenn staðfest að stjórnarskráin skiptir máli.

Eins og þeir hefðu ekki vitað það fyrir. En einmitt þess vegna eru þeir á móti veigamiklum breytingum á henni.

Út í hött

Þjóðin kaus sér semsagt stjórnlagaþing árið 2010 til að gera tillögur um nýja stjórnarskrá.

Sjálfstæðismenn kærðu hins vegar kosninguna og sjálfstæðismenn í Hæstarétti felldu þann úrskurð, að kjörið væri ógilt. Ástæðan var hreinn tittlingaskítur og enginn gat sýnt fram á að smávægilegir hnökrar við framkvæmdina hefðu haft nokkur áhrif á niðurstöðuna. Enda datt engum það í hug. Þetta voru bara sjálfstæðismenn að æfa lagatæknina sína.

Alþingi ákvað hins vegar að skipa hina kjörnu stjórnlagaþingsfulltrúa í annað batterí, sem fékk heitið stjórnlagaráð.

Hverjir skyldu nú hafa verið mest á móti þeirri ráðstöfun? Þar sem markmiðið var enn að endurskoða stjórnarskrána frá grunni? Þið megið gizka tvisvar.

Svo sögunnar sé gætt, þá voru sjálfstæðismenn ekki einir í þessari andstöðu. Það var Framsóknarflokkurinn líka, sem er talsvert fyndið. Þegar minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar var mynduð snemma árs 2009 veitti Framsóknarflokkurinn henni hlutleysi og setti meðal annars það skilyrði að boðað yrði til stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrána.

Þegar Framsóknarflokkurinn var hins vegar kominn í stjórnarandstöðu fáeinum mánuðum seinna veitti hann Sjálfstæðisflokknum harða samkeppni um hvor flokkurinn væri meira á móti þessari fásinnu. Þar fóru fremst í flokki Sigmundur Davíð formaður, Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður og Vigdís Hauksdóttir. Hún er enda lögfræðingur.

Annar lögfræðingur, Birgir Ármannsson, sérstakur talsmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrármálum á þingi og sá sem hefur mest beitt sér í stjórnarskrármálum hin seinni árin, sagði „út í hött“ að skipa þetta stjórnlagaráð.

Það gerðist nú samt, ráðið tók til starfa og skilaði að mörgu leyti mjög merkilegum niðurstöðum.

Og þá hófst nú fjörið fyrir alvöru.

Ákveðið ferli

Eða þó ekki. Áðurnefndur Birgir Ármannsson er alls góðs maklegur, en seint verður hann sakaður um að standa fyrir fjöri á Alþingi.

Ég spurði eitt sinn góðan kunningja minn, mikla eftirhermu, hvernig hann myndi herma eftir Birgi.

„Það er einfalt,“ var svarið. „Tala hægt, með næstum brostinni röddu – þó ekki eins slæmri og Þorsteinn Pálsson – og vera rosalega leiðinlegur.“

Þetta er bæði ósanngjarnt og dónaskapur, en of góð saga til að sleppa henni. Forláttu, Birgir.

Höfum við dæmi um málflutning? Jájá. Ótalmörg.

„Stjórnarskrárbreytingar eru án efa eitt mikilvægasta verkefnið sem Alþingi og alþingismönnum er falið miðað við stjórnskipun Íslands. Sennilega er hér um að ræða allra mikilvægasta verkefnið enda hljóta stjórnarskrárbreytingar að jafnaði að standa mun lengur en önnur verk okkar. Stjórnarskrá felur í sér grundvallarlöggjöf, er grundvöllur annarra laga sem sett eru hér og á að jafnaði að geta staðið af sér sveiflur á hinu pólitíska sviði […].

Það liggur fyrir auðvitað að engar breytingar verða gerðar á stjórnarskrá, hvorki einstökum ákvæðum né stjórnarskránni í heild, nema fylgt sé þeim reglum sem hún sjálf kveður á um. Við þingmenn erum kjörnir til að fjalla um slíkar breytingar og berum ábyrgð á niðurstöðunni. Þessi veruleiki hlýtur að móta alla umfjöllun okkar á þingi um tillögur stjórnlagaráðs og eftir atvikum aðrar stjórnarskrárbreytingar. Hér er um að ræða verkefni sem okkur er falið samkvæmt stjórnarskránni, og þeirri ábyrgð getum við ekki vísað annað.

Starf stjórnlagaráðs og tillögur þess eru liður í ákveðnu ferli sem stendur yfir í sambandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar.“

Þarna birtist mjög skýrt sterkt þema í málflutningi Sjálfstæðisflokksins um tillögur stjórnlagaráðs. Jújú, vissulega kaus þjóðin eitthvert fólk úti í bæ til að gera þetta og seinna skipaði Alþingi það til sömu verka, en við alþingismenn eigum engu að síður að ráða því hvað stendur í stjórnarskránni. Það stendur í henni sjálfri.

Og allt er þetta „ákveðið ferli“.

Eruð þið sofnuð, ágætu lesendur? Ekki örvænta – þetta er ekki allt svona yfirmáta andlaust og leiðinlegt.

En það er gagnlegt að hafa í huga – þegar við hlustum núna á sjálfstæðismenn tala um breytingar á stjórnarskránni – að þeir tala ekki einungis niður stjórnlagaráðið sjálft, heldur leggja áherzlu á að alþingismenn skuli stjórna því hvað stendur í stjórnarskránni.

Óháð því hvað þjóðinni finnst. Eða einhverju misjöfnu fólki úti í bæ.

Þetta er lagatæknilega rétt, en minnir óheppilega mikið á kröfu Bjarna Benediktssonar á sínum tíma: „Skilaðu lyklunum, Jóhanna.“ Við eigum þá nefnilega.

Efnisatriði

Hér er ekki tóm til að fara yfir þau efniastriði, sem einkum er deilt um í stjórnarskrármálum. Þau eru fjölmörg enda eru tillögur stjórnlagaráðs bæði margar og ýtarlegar. Þær má finna og lesa á stjornlagarad.is.

Nefnum þó stuttlega tvennt. Þjóðareign á auðlindum og þjóðaratkvæðagreiðslur.

Um hvort tveggja var niðurstaða stjórnlagaráðs mjög afgerandi.

Í fyrra tilvikinu ekki aðeins að auðlindir skyldu vera í þjóðareign, heldur að „fullt gjald“ – í merkingunni markaðsverð – skyldi koma fyrir afnot af þeim.

Um þjóðaratkvæði að tíu prósent kjósenda geti krafizt þess, með tilteknum skilyrðum og reglum.

Hvað finnst nú Sjálfstæðisflokknum um þetta?

Það virðist stundum vera óljóst og ruglingslegt, en er það samt ekki. 

Fyrst um auðlindirnar.

Lengi vel – og stundum enn – hafa sjálfstæðismenn andmælt gegn þeirri hugmynd að nokkuð geti yfirleitt verið þjóðareign. Það sé í bezta falli „ríkiseign“ eins og hver önnur fasteign.

Orðanotkun skiptir hér máli. Ríki er allt annarrar merkingar en „þjóð“, þótt ekki væri nema vegna þess að ríkið er almennt slæmt í huga sjálfstæðismanna, en þjóðarhugtakið gott í hugarheimi íhaldsmanna.

Ríki er allt annarrar merkingar en þjóð

Þess vegna reyndu sjálfstæðismenn lengi að vera á móti hugtakinu „þjóðareign“. Þeir eru eiginlega hættir því, en hlustið samt enn á ræður þeirra á þingi. Það er grunnt á gömlu hugsuninni.

Kannske benti einhver þeim á að allt frá árinu 1928 hefur hugtakið „þjóðareign“ verið í íslenzkum lögum. Og þá var meiraðsegja danska stjórnarskráin enn í gildi.

Í lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum segir nefnilega að hinir friðlýstu hlutar hans skuli vera „ævinleg eign íslensku þjóðarinnar“. Þessi lög voru sett í aðdraganda Þingvallahátíðarinnar 1930 og okkur er óhætt að fullyrða að þar hafi engir byltingarsinnar átt í hlut.

Þetta er ekki efnislega mikilvægt atriði, een það skiptir máli – aftur einmitt lagatæknilega.

Hugtakið þjóðareign hefur semsagt verið í lögum í hartnær hundrað ár og enginn gert athugasemd við það. Enda ásælist enginn Þingvelli (nema Bretar og Hollendingar í Icesave-deilunni, ef marka má Sigmund Davíð).

Um aðra auðlind – fiskinn – gegnir öðru máli. Hann ásælast margir og sumir telja sig orðið eiga óveiddan fiskinn í sjónum. Þeir geta í það minnsta veðsett réttinn til að veiða hann – og þar með óveiddan afla – og enginn getur veðsett það sem hann á ekki.

Í lögum um stjórn fiskveiða frá árinu 1990 segir samt í fyrstu grein: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Þarna er ekki einu sinni hugtakið þjóðareign, hvað þá ríkiseign, heldur beinlínis sameign, sem hljómar eins og argasti kommúnismi.

(Og hvað sem þið viljið nú annars segja um Jón Baldvin Hannibalsson, þá setti hann þessa sakleysislegu setningu sem skilyrði fyrir því að Alþýðuflokkurinn greiddi þessum lögum atkvæði sitt.)

Og það er fiskurinn sem skiptir máli. Á honum má græða peninga. Það græða fáir á Þingvöllum.

Viðbrögðin

Eins og áður sagði vildi stjórnlagaráð setja í stjórnarskrá að „fullt gjald“ yrði greitt fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Á mannamáli þýðir það að sá, sem er reiðubúinn að borga mest, fær nýtingarréttinn, þó til skamms tíma í senn.

Þetta hefur Sjálfstæðisflokknum (og Framsóknarflokknum og Vinstri grænum) alltaf þótt frekar vond hugmynd. Útgerðin þyrfti þá að borga meira fyrir að græða á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.

Í fyrirsjáanlegum andmælum fóru á flot hugtök á borð við „sanngjarnt gjald“ og „eðlilegt gjald“, sem hljóma ósköp fallega, en eru algerlega háð túlkun þeirra sem lesa þau. Fullt gjald er fullt gjald. Enginn veit hvað eðlilegt gjald merkir. Og sú merking er háð mati og ákvörðun ríkisstjórnar hverju sinni. Eins og dæmin sanna.

Þegar alþingi hafði varpað vinnu stjórnlagaráðs fyrir borð tók við enn ein stjórnarskrárnefndin, skipuð fulltrúum stjórnmálaflokka, eins og undanfarna áratugi. Hún skilaði ágætri vinnu og tillögum til Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra (voruð þið nokkuð búin að gleyma því að hann var einu sinni forsætisráðherra?).

Sú nefnd klofnaði vitaskuld eftir flokkspólitískum línum, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu áherzlu á að í umræðu um sameign á þjóðarauðlindum sé „ekki gengið á þau réttindi sem varin eru af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar“.

Birgir ÁrmannSson kann sína lögfræði. Enginn veit hvaða þýðingu þessi setning hefur, en hitt vitum við að lögfræðingaher er tilbúinn að fara í mál til að verja það sem margar útgerðir telja nú orðið réttmæta eign sína – óveiddan fiskinn í sjónum.

Tökum líka eftir þessu orðalagi næst þegar sjálfstæðismenn tala um eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

Þegar þeir halda áfram andófi sínu á þingi, svolítið eins og sjálfmalandi kaffikvarnir.

Þeir halda áfram andófi sínu á þingi

Flokkar skulu ráða

Um þjóðaratkvæðagreiðslur er frá einfaldara máli að segja. Stjórnlagaráð lagði til að tíu prósent kjósenda gætu farið fram á þjóðaratkvæði um samþykkt lög (og margvíslegt fleira því tengt).

Í nefndarvinnunni vildi Sjálfstæðisflokkurinn 20 prósent, með þeim rökum meðal annars að „fulltrúalýðræði og þingræði eigi áfram að vera megineinkenni stjórnskipunar okkar og að þjóðaratkvæðagreiðslum eigi ekki að beita nema í sérstökum tilvikum“.

Ekki kom fram hvað sérstök tilvik væru eða hver ætti að úrskurða um það. En í orðunum liggur að stjórnmálaflokkar eigi að ákveða það. Og þá náttúrlega þeir sem eru við völd hverju sinni.

Flokkarnir með lyklana.

Annar lögfræðingur Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen, hefur gert þessi orð að sínum:

„Þeir sem vilja breyta stjórnarskrá lýðveldisins gætu til dæmis byrjað á því að lesa grein 79 um hvernig það er gert. Þar er bara ekkert um að stjórnlagaráð geti gert slíkar breytingar. Alþingi fer með valdið til breytinga.“

Síðasta stjórnarskrárnefnd skilaði fínum tillögum, þótt klofin væri, en starf þess góða fólks sökk í hafið með Panama-skjölunum, barnaníðingum og öllu hinu sem hefur ráðið pólitískri framvindu á Íslandi síðustu misseri.

Tónninn í sjálfstæðismönnum breytist samt ekki. Enda hefur þeim gengið vel að tefja, þæfa og þvælast fyrir því sem flestir landsmenn telja sennilega löngu tímabærar úrbætur.

Já, og fjörið

Við höfum reynt eftir beztu getu að vera málefnaleg hér, en reynum nú að létta okkur lund.

Í því skyni má alltaf treysta Brynjari Níelssyni:

„Það er alveg sérstök íslensk uppfinning að það hafi þurft að kollvarpa íslensku stjórnarskránni af því að einhverjir bankar hrundu. Við erum enn í þessari umræðu eins og stjórnarskránni hafi aldrei verið breytt og aldrei verið endurskoðuð. Það er mörgu búið að breyta, hún hefur tekið miklum breytingum, öll mannréttindaákvæðin, vissar breytingar á stjórnskipan landsins. Hún hefur verið í stöðugri endurnýjun og endurskoðun og tekið breytingum.“

„Af því að einhverjir bankar hrundu.“ Við skulum láta nægja hér að hvetja Brynjar til þess að lesa skýrslu rannsóknarnefndar hans eigin Alþingis. Hún var ekki bara um að einhverjir bankar hrundu. Hún var um kerfisbrest, siðferðisbrest og stjórnarskrárbrest, svo aðeins nokkrar stoðir samfélagsins séu nefndar.

Á sínum tíma sagði Brynjar ekkert mark takandi á stjórnlagaráði, því að pólitískur meirihluti á Alþingi hafi skipað það. Afurðir ráðsins beri þess enda merki. Þetta hafi bara verið pólitík. Vinstri pólitísk róttækni.

Inn í þessa röksemdafærslu vantar í það minnsta eitt smáatriði: Alþingi skipaði í stjórnlagaráð nákvæmlega sama fólk og þjóðin hafði kosið til að sitja á stjórnlagaþingi. Brynjar á enn eftir að útskýra fyrir okkur hvernig vinstra samsærisliðinu tókst að fá þjóðina til að kjósa þennan lýð svo að þingið gæti skipað það sama fólk eftir að samflokksmenn Brynjars í Hæstarétti höfðu ógilt kosningu þess.

En Brynjar er auðvitað skemmtilegur og vanur því að verja sakamenn, og svarar þessu við fyrsta tækifæri.

Eigum við nokkuð að sleppa tilvitnun um að störf stjórnlagaráðs hafi verið „unnin með rassgatinu“?

Brynjar er væntanlega að tala um Ómar Ragnarsson. Eða hugsanlega Ara Teitsson, Arnfríði Guðmundsdóttur, Ástrósu Gunnlaugsdóttur, Dögg Harðardóttur, Erling Sigurðarson, Írisi Lind Sæmundsdóttur, Katrínu Fjeldsted, Pawel Bartozsek, Salvöru Nordal og Þorkel Helgason, svo við nefnum aðeins fáein þeirra sem eru landsþekkt af handvömm og byltingarsinnaðri róttækni.

Við sleppum því að telja upp kommúnista á borð við Eirík Bergmann Einarsson og Pétur Gunnlaugsson. Brynjar er vonandi með alla hina á fæl hjá hér.

Og vitaskuld þykir Brynjari ótækt að þetta fólk – sem flest er jú „leikmenn“ en ekki útlært í lögfræði – skuli hafa skoðanir á því og jafnvel tillögur um hvernig grundvöllur alls samfélagsins skuli byggður.

Slík vinna á að vera í höndum lögfræðinga. Eins og Brynjars. Og Vigdísar Hauksdóttur.

Þau halda áfram – treystið því

Málflutningur Brynjars er í samræmi við hina almennu stefnu Sjálfstæðisflokksins um breytingar – eða réttara sagt ekki breytingar – á stjórnarskránni.

Nema þau ráði. Viðvarandi tónn í því stefi er að nauðsyn sé á víðtækri sátt, þverpólitískri sátt, um allar breytingar. Stjórnarskráin sé jú grundvallarplagg og allir þurfi að vera sammála um hana.

Þetta er önnur leið til þess að segja að ekkert breytist.

Samt segjast þau endilega vilja breytingar. Brynjar nefnir jafnan ákvæði um stöðu forsetans, sem er rétt athugasemd. Niðurstaða nýlegrar og einmitt „þverpólitískrar“ vinnu er hins vegar að kjörtímabil hans skuii vera sex ár, en ekki fjögur, og að forsetinn geti aðeins setið í tólf ár.

Hversu mikið sem við gruflum er engin leið til að finna áhuga – hvað þá kröfu – á þessari tilteknu breytingu. Hvergi nokkurs staðar. Enda er hún svo gott sem merkingarlaus.

Hún er hins vegar afrakstur hinnar hefðbundnu vinnu við breytingu stjórnarskrár, þar sem allir flokkar koma saman til að finna lægsta sameiginlega samnefnara. (Rétt er að halda því til haga, að ekki hafa allir flokkar samþykkt þessa tillögu, en leyft henni að fara á flot).

Og ef merkingarsnauð breyting á við þessa verður samþykkt getur Sjálfstæðisflokkurinn sagt: „Sjáið þið bara. Við erum ekki á móti breytingum. Við erum alltaf að breyta stjórnarskránni.“

Hætt er þó samt við því að Bjarni Benediktsson eldri og betri hristi höfuðið lengi yfir þeim meintu breytingum. 

En hvers vegna lætur Sjálfstæðisflokkurinn svona? Hvers vegna berst hann af svo miklum skriðþunga gegn því sem flestir landsmenn eru sammála um að nauðsynlegt sé?

Fyrir því eru aðeins tvær ástæður. Völd. Og hagsmunir.

Í auðlindamálum ráða hagsmunir stórfyrirtækja, sumsé útgerðarinnar.

Í deilum um þjóðaratkvæðagreiðslur ráða hagsmunir flokksins og völd.

Þau vilja nefnilega endilega breyta. En bara ef þau ráða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Bros í Bónus
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Bros í Bón­us

Far­ald­ur ein­mana­leika og fé­lags­legr­ar ein­angr­un­ar herj­ar á heim­inn.
Elliði hefur áður varið sig gegn spurningum með því að hann sé ekki „pólitíkus“
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði hef­ur áð­ur var­ið sig gegn spurn­ing­um með því að hann sé ekki „póli­tík­us“

Minni­hlut­inn í sveit­ar­stjórn Ölfuss hef­ur ákveð­ið að vísa húsa­máli Ell­iða Vign­is­son­ar bæj­ar­stjóra til siðanefnd­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Elliði hef­ur var­ið sig í mál­inu með því að hann sé ekki kjör­inn full­trúi og þurfi þar af leið­andi ekki að ræða við­skipti sín í smá­at­rið­um.
Tónlistarunnendur: Ekki láta næstu tónleika framhjá ykkur fara!
GagnrýniES kvartett

Tón­list­ar­unn­end­ur: Ekki láta næstu tón­leika fram­hjá ykk­ur fara!

Tón­list­ar­gagn­rýn­and­inn Arn­dís Björk brá sér í Norð­ur­ljósa­sal Hörpu, á tón­leikaröð­ina Sí­gild­ir sunnu­dag­ar, og hlýddi á banda­ríska ES strengja­kvart­ett­inn.
Gjöf sem hefur galla
GagnrýniEkki málið

Gjöf sem hef­ur galla

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér á frum­sýn­ingu þriðja verks­ins í þrí­leik þýsku stjörn­unn­ar Marius von Mayen­burg í Þjóð­leik­hús­inu.
Molnandi minningahöll
GagnrýniMeð guð í vasanum

Moln­andi minn­inga­höll

Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir leik­hús­gagn­rýn­andi fór og sá fyrstu frum­sýn­ingu Borg­ar­leik­húss­ins í vet­ur, glæ­nýtt ís­lenskt leik­verk eft­ir Maríu Reyn­dal.
Af hverju verður fólk svona?
Fólkið í borginni

Af hverju verð­ur fólk svona?

Una Björg Jó­hann­es­dótt­ir hef­ur löng­um velt fyr­ir sér, og sér­stak­lega nú síð­ustu daga, hvað búi á bak við hat­ur, af hverju fólk hat­ar og hvað hef­ur gerst í þeirra lífi sem leið­ir af sér hat­ur. Það mik­il­væg­asta sem hún hef­ur lært í líf­inu er „ást og um­hyggja, sam­staða og skiln­ing­ur“.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Þingmaður mætti undir áhrifum í þáttinn
Fréttir

Þing­mað­ur mætti und­ir áhrif­um í þátt­inn

Eg­ill Helga­son henti einu sinni klukku út í sal eft­ir að lok­að var fyr­ir út­send­ingu á Silfri Eg­ils. Guðni Ág­ústs­son keyrði Eg­il heim eft­ir á og ró­aði hann.
Arctic Fish á að greiða kostnaðinn við veiðar á eldislöxunum
FréttirLaxeldi

Arctic Fish á að greiða kostn­að­inn við veið­ar á eld­islöx­un­um

Guðni Magnús Ei­ríks­son, sviðs­stjóri hjá Fiski­stofu, seg­ir al­veg ljóst í lög­um að það er Arctic Fish sem á að borga fyr­ir rekkafar­ana. For­stjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten, vill ekki svara því beint hvort fyr­ir­tæk­ið ætli að greiða fyr­ir rekkafar­ana.
Krónan eða evran?
Kjartan Broddi Bragason
Aðsent

Kjartan Broddi Bragason

Krón­an eða evr­an?

Kom­andi slag­ur um fram­tíð­ar­gjald­mið­il lands­ins verð­ur að byggj­ast á öðr­um rök­semd­um en ein­vörð­ungu vaxta­stigi.
Fékk ekkert að vita fyrr en of seint: „Þú verður að koma og hjálpa mér“
Fréttir

Fékk ekk­ert að vita fyrr en of seint: „Þú verð­ur að koma og hjálpa mér“

Ung­ur mað­ur frá Venesúela sem er kom­inn með til­boð um starf með fötl­uðu fólki hér á landi fékk ekki að vita af því að vísa ætti hon­um úr landi fyrr en of seint var fyr­ir hann að kæra ákvörð­un­ina. Hann seg­ir að lög­mað­ur­inn sem hon­um var skip­að­ur hafi ekki svar­að vik­um sam­an. Ekk­ert bíð­ur hans í Venesúela, lík­lega ekki einu sinni hans eig­in móð­ir.
„Dinglumdangl og dútl“ á Alþingi í dag
Fréttir

„Dinglumd­angl og dútl“ á Al­þingi í dag

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jó­hann Páll Jó­hanns­son, beindi spjót­um sín­um að stjórn­völd­um á Al­þingi í dag og upp­skar hlátra­sköll frá með­lim­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, svar­aði at­huga­semd­um Jó­hanns Páls og ræddi lög­gjöf í kring­um inn­leið­ingu EES-gerða.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    4
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    5
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.
Loka auglýsingu