Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ólánssaga úkraínskra flugvéla

Flug­vél­ar frá og yf­ir Úkraínu hafa reglu­lega lent í vanda. Milli­ríkja­deil­ur eiga stund­um sök.

Fáir hefðu átt von á því í upphafi árs að úkraínskt flugfélag myndi lenda í miðpunkti deilna Bandaríkjanna og Íran, tveggja ríkja sem virðast reglulega ramba á barmi stríðs. Þó er margt hér sem virðist undarlega kunnuglegt.

Boeing 737-800 farþegavél úkraínska flugfélagsins UIA brotlenti í úthverfi Teheran þann 8. janúar, með þeim afleiðingum að allir 176 farþegar og áhöfn létu lífið. Dagurinn er reyndar annar í jólum samkvæmt orþódoxkirkjunni sem flestir Úkraínumenn tilheyra. Á tímum Sovétríkjanna var ekki vel séð að halda upp á kirkjulegar hátíðir svo öll áhersla fór í staðinn á gamlárskvöld sem hefur lítið með trúarbrögð að gera. Eftir fall Sovét hafa kirkjujólin þó aftur orðið að hátíðisdögum. Zelensky forseti, sem var gamanleikari áður en hann sneri sér að stjórnmálum og hefur tekið á móti kollega sínum Jóni Gnarr, ákvað að verja jólafríi sínu í Oman við Persaflóa. Þangað flaug hann á eigin kostnað og vildi ræða …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár