Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kynjahalli áskorun í byggðamálum

Ungt fólk á Aust­ur­landi fund­ar um fram­tíð fjórð­ungs­ins, þar sem byggð leggst nán­ast af á Borg­ar­firði eystri á vet­urna en blómstr­ar á Djúpa­vogi. Segja áherslu á fjöl­breytni og jafn­rétti lyk­il­inn að íbúa­fjölg­un og betra sam­fé­lagi.

Ein afskekktasta og fámennasta byggð Austurlands er á Borgarfirði eystri. Þar blómstrar menningarlífið á sumrin, þúsundir sækja tónlistarhátíðina Bræðsluna ár hvert, stolt þessa agnarsmáa samfélags sem vekur athygli langt út fyrir landsteinana.

Allir Austfirðingar eru svolitlir Borgfirðingar í sér á sumrin og þeir sem kynnast samfélaginu þar sækja staðinn heim aftur og aftur, enda mál manna að þar sé eitthvað einstakt að finna, hvort sem rætt er um náttúruna eða samfélagið. Þegar hausta tekur er það ekki bara lundinn sem hverfur til vetrardvalar heldur einnig stór hluti þess fólks sem nýtur þess að dvelja undir Dyrfjöllum á sumrin. Á veturna er oft ófært, sem dregur úr samgangi við aðrar byggðir. Ferðamenn halda sig til hlés og kjörbúðin er aðeins opin fáa daga í viku. Þjónustan, sem nóg er á sumrin, leggst nánast af og heilbrigðisþjónusta í þorpinu er nær engin.

BræðslanFjölsótt tónleikahátíð sem laðar að og stolt Austfirðinga.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár