Stefán Snævarr

Stefán Snævarr

Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Brill forlagið gaf nýlega út heimspekirit hans The Poetic of Reason. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni The International Association of Aesthetics.

Napó­leon, tvö hundruð ára ár­tíð-Um tví­eðli hans

Hall­dór Lax­ness kall­aði hann „Naflajón“, hersnill­ing­inn og keis­ar­ann Napó­leon Bonapar­te. Um þess­ar mund­ir eru tvö hundruð ár síð­an hann dó í út­legð á eynni Sankti Helenu. Hann missti völd­in end­an­lega eft­ir fræg­an ósig­ur við Water­loo, þá orr­ustu gerði Abba fræga í sam­nefnd­um brag. „Napó­leon keis­ari með mörg þús­und menn“. Um fáa stjórn­mála­menn hef­ur ver­ið eins hart  deilt og Napó­leon. Sum­ir...

Yf­ir­heyrsl­ur, misminni og sam­særis­kenn­ing­ar. Síð­ari hluti. Um sam­sær­is-þjóð­sög­ur í G&G mál­inu.

Hefj­um leik­inn á því að ræða ad hom­inem rök og al­mennt um sam­særis­kenn­ing­ar. Ad hom­inem rök eru „rök“ sem bein­ast að þeim sem set­ur fram stað­hæf­ingu, ekki stað­hæf­ing­unni sjálfri. Kalla má slíkt „högg und­ir belt­is­stað“. Hvað sam­særis­kenn­ing­ar varð­ar þá eru þær al­þekkt­ar  enda er Net­ið belg­fullt af meira eða minna órök­studd­um sam­særis­kenn­ing­um. Spurn­ing um hvort sam­særi eigi sér stað er...

Yf­ir­heyrsl­ur, misminni og sam­særis­kenn­ing­ar. Fyrri hluti. Um nor­ræn saka­mál, mest G&G mál­ið.

Í fyrra vor  end­urlas ég Glæp og refs­ingu, hina miklu skáld­sögu Fjodors Dostoj­evskí. Hún fjall­ar um Rodi­on Raskolni­kov  sem framdi morð af því hann taldi að land­hreins­un hefði ver­ið að hinni  myrtu. Hann væri sér­stök teg­und manna sem væri haf­inn yf­ir lög­in. En Niku­læ nokk­ur ját­ar á sig morð­ið þótt hann hafi ver­ið sak­laus og virt­ist trúa eig­in sekt. Á...

Sjall­ar veðja á ein­stak­ling­inn

Slag­orð Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kom­andi kosn­inga­bar­áttu ku eiga að vera „veðj­um á ein­stak­ling­inn“. Slík veð­mál eru flokkn­um töm, t.d. veðj­aði Sig­ríð­ur And­er­sen á ýmsa ein­stak­linga í Lands­rétt­ar­mál­um. Einnig var veðj­að á ákveðna ein­stak­linga þeg­ar Lands­bank­inn var einka­vædd­ur. Nú síð­ast veðj­aði Áslaug Arna hressi­lega  á ein­stak­ling­inn Jón Stein­ar. Sjall­ar veðj­uðu held­ur bet­ur á ein­stak­ling­inn í um­ferð­ar­mál­um. Þeg­ar þeir réðu Reykja­vík var lít­ið...

Hundrað ár frá fæð­ingu John Rawls

Í dag eru hundrað ár lið­in síð­an banda­ríski heim­spek­ing­ur­inn John Rawls var í heim­inn bor­inn. Hér skal hans minnst en það sem hér seg­ir er að mestu ætt­að úr bok minni Kredda í kreppu.                                                 Kenn­ing um rétt­læti Bók hans um rétt­læt­is­hug­tak­ið, A Theory of Justice, olli straum­hvörf­um í stjórn­speki. Þar stað­hæf­ir hann að rétt­læti geti ekki fal­ist í því...

BJARNI BEN OG ÞJÓЭAR­EIGN­IN

Það er kannski rétt hjá Bjarna Bene­dikts­syni að þjóð­ar­eign sé laga­legt vand­ræða­hug­tak. En hann virð­ist al­mennt á móti op­in­berri eign á auð­lind­um, kenn­ir hana við sósí­al­isma og Sov­ét­hrun. Kannski ætti Bjarni að skella sér til Nor­egs og upp­lýsa Norð­menn um það. Op­in­ber eign eða þjóð­ar­eign á olíu­lind­un­um norsku hef­ur mal­að norsk­um al­menn­ingi gull. Skoð­ana­bróð­ir Bjarna, Carl I. Hagen, setti fram...

Þing­hús­brun­inn 1933 = Árás­in á banda­ríska þing­hús­ið 2021

Nas­ist­arn­ir létu kveikja í Rík­is­þings­hús­inu þýska og not­uðu brun­ann sem af­sök­un fyr­ir her­lög­um. Ad­olf Trump er ábyrg­ur fyr­ir árás storm­sveita sinna á Þing­hús­ið banda­ríska þing­hús­ið og kann að nota hana sem af­sök­un fyr­ir setn­ingu herlaga. Lög­regl­an ger­ir ein­kenni­lega lít­ið til að stöðva skríl­inn. Hvað veld­ur? Mun vald­arán­ið tak­ast?  Nú þyk­ist Trump ætla að virða úr­slit kosn­ing­anna en hann lýg­ur stans­laust,...

SKÁLDSVAN­UR DEYR. Birg­ir Svan Sím­on­ars­son 3 nóv­em­ber 1951-25 des­em­ber 2020

Á jóla­dag barst mér sú sorg­ar­fregn að forn­vin­ur minn, meg­in­skáld­ið Birg­ir Svan Sím­on­ar­son væri dá­inn. Hann var eins og ljóð­in sín: Hjarta­hlýr, við­kvæm­ur, róm­an­tísk­ur, fynd­inn, hæð­inn, gagn­rýn­inn, þrjósk­ur og skap­mik­ill.   Hon­um samdi ekki við Bók­mennta­bákn­ið og Bákn­verj­ar hefndu sín. Þeir beittu sínu beitt­asta vopni gegn hon­um: Þögn­inni. Þeim tókst næst­um að þagga ljóðrödd hans í hel, hann er ekki...

Orð Hann­es­ar

Hann­es Giss­ur­ar­son geys­ist  fram á rit­völl­inn og svar­ar pistli Ein­ars Más, Orð Hayeks. Hann seg­ir að orð Hayeks stand­ist, gagn­stætt því sem Ein­ar Már seg­ir. Því til sann­inda­merk­is nefn­ir Hann­es að  Hayek hafi tek­ið und­ir þá kenn­ingu kenn­ara síns, Ludwig von Mises, að al­tækt áætl­un­ar­kerfi  muni ekki geta virk­að þeg­ar til lengd­ar læt­ur Með því að taka mark­að­inn úr...

Don­ald Lúka­sj­en­kó

Al­vald­ur Hvíta-Rúss­lands, Lúka­sj­en­kó, sit­ur sem fast­ast í for­seta­höll­inni þrátt fyr­ir enda­laus mót­mæli, þótt flest bendi til að kosn­inga­úr­slit­in  hafi ver­ið föls­uð. Eft­ir vel flest­um sól­ar­merkj­um að dæma hef­ur Don­ald Trump tap­að for­seta­kosn­ing­un­um. En hann  þrá­ast við, kem­ur með órök­studd­ar yf­ir­lýs­ing­ar um kosn­inga­s­vindl. Hann mun hafa úr­slit­in að engu, hann mun   eggja  storm­sveit­ir sín­ar til átaka.  Göt­ur verða roðn­ar blóði. Von­andi...

Lýð­ræði eða þekk­ing­ar­ræði?

Þeg­ar ég var á gelgju­skeið­inu las ég og fé­lag­ar mín­ir bók um manns­hug­ann  sem AB gaf út. Þar var mik­ið rætt um greind­ar­mæl­ing­ar og þótti okk­ur þær merk­ar. Einn fé­lagi minn setti fram þá til­lögu að at­kvæð­is­rétt­ur yrði tengd­ur greind­ar­vísi­tölu, sá sem hefði greind­ar­vísi­töl­una 100 fengi eitt at­kvæði, sá sem hefði 140 fengi 1,4 at­kvæði og svo fram­veg­is. Þessi til­laga...

Um fræg­asta sjúk­ling jarð­ar­kringl­unn­ar

  Hver skyldi það vera? Hver ann­ar en valda­mesti mað­ur heims­ins, Don­ald J. Trump, sýkt­ur af þeirri veiru sem hann hef­ur sagt hættu­litla! Freist­andi væri að gera grín að kapp­an­um, rifja upp um­mæli hans um far­ald­ur­inn. Eða hneyksl­ast á illa dul­inni stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu hans við rasísk of­beld­is­sam­tök Stoltra stráka. Eða fjarg­viðr­ast yf­ir dóna­skap hans í kapp­ræð­un­um við Biden. Í stað þess...

Heg­el og al­ræð­ið

Ólaf­ur Björns­son, hag­fræði­pró­fess­or og þing­mað­ur, var góð­ur hag­fræð­ing­ur og heið­urs­mað­ur sem barð­ist gegn hafta­stefnu. Minn fyrsta fróð­leik um hag­fræði fékk ég er ég glugg­aði í  lexí­kon hans um þau fræði.   En hann mis­steig sig illa er hann setti sam­an bók sem nefnd­ist Frjáls­hyggja og al­ræð­is­hyggja. Hún kom út ár­ið 1978 og var lið­ur í nýrri stór­sókn frjáls­hyggju en lít­ið...

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu