Stefán Snævarr

Stefán Snævarr

Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Brill forlagið gaf nýlega út heimspekirit hans The Poetic of Reason. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni The International Association of Aesthetics.

BÓK­IN „FRJÁLS­HYGGJA OG AL­RÆЭIS­HYGGJA“. RIT­DÓM­UR 2.0. síð­ari hluti.

Í þess­um hluta hyggst ég ræða skrif Ól­afs um Friedrich von Hayek, spurn­ing­una um vel­ferð, lýð­ræði og mark­aðs­frelsi, einnig um hug­tök­in hlut­leysi og hlut­lægni, að ógleymd­um hug­tök­un­um um frjáls­hyggju og al­ræð­is­hyggju. Bók­stafstrú á verk Hayeks. Nú skal sjón­um beint að skrif­um Ól­afs um Friedrich von Hayek. Ólaf­ur virt­ist hafa trú­að  bók­staf­lega öllu sem Hayek sagði um áætl­un­ar­bú­skap. Hann væri...

BÓK­IN „FRJÁLS­HYGGJA OG AL­RÆЭIS­HYGGJA“. RIT­DÓM­UR 2.0. Fyrri hluti.

Hag­fræði­pró­fess­or­inn og þing­mað­ur­inn Ólaf­ur Björns­son (1912-1994) var heið­urs­mað­ur. Hann var snjall hag­fræð­ing­ur og hug­sjóna­mað­ur sem barð­ist gegn hafta­stefnu á þingi og ritvelli. Þá bar­áttu háði hann m.a. í bók­inni Frjáls­hyggja og al­ræð­is­hyggja frá ár­inu 1978. Í þeirri bók boð­aði Ólaf­ur frjáls­hyggju og má telja hana fyrstu frjáls­hyggju-boð­un­ar­bók­ina á ís­lensku. Vík­ur nú sög­unni að und­ir­rit­uð­um. Ég rit­dæmdi bók­ina í Dag­blað­inu sál­uga...

Char­les Tayl­or ní­ræð­ur

Einn merk­asti hugs­uð­ur sam­tím­ans, Kan­ada­mað­ur­inn Char­les Tayl­or, verð­ur ní­ræð­ur í dag. Hann var fædd­ur og upp­al­inn í Montréal, móð­ir­in frönsku­mæl­andi, fað­ir­inn ensku­mæl­andi. Tayl­or er því  tví­tyngd­ur og hef­ur vegna upp­runa síns haft mik­inn áhuga á fjöl­menn­ingu. Hann hef­ur lagt gjörva hönd á margt, ekki lát­ið sér nægja fræða­grúsk held­ur tek­ið virk­an þátt í stjórn­mál­um og ver­ið áhrifa­mik­ill álits­gjafi. Hann   er...

"...og þá fyrst og fremst til Snorra..." Hann­es G um Snorra S

Ég hef áð­ur nefnt bók Hann­es­ar Giss­ur­ar­son­ar Twenty-Four  Conservati­ve-Li­ber­al Thinkers. Í henni vinn­ur hann það glæsta af­rek að gera frjáls­hyggju­mann úr heil­ög­um Tóm­asi frá Akvínó og heil­ag­an mann úr frjáls­hyggju­mann­in­um Hayek. Snorri Sturlu­son kem­ur einnig við sögu en um hann orti nafni Hann­es­ar, Hann­es  Haf­stein: „Þeg­ar hníg­ur húm að þorra oft ég hygg til feðra vorra og þá fyrst og...

ÁFRAM FRJÁLS­LYNDA MIÐJA!

Inn­an skamms ganga Ís­lend­ing­ar að kjör­borð­inu. Kjör­orð þeirra ætti að vera „hina frjáls­lyndu miðju til valda, burt með sæ­greifa­flokk­ana!“ Flokk­ar frjáls­lyndu miðj­unn­ar hefðu átt að gera kosn­inga­banda­lag, ganga til kosn­inga segj­andi  „sam­ein­uð stönd­um við, sundr­uð föll­um við!“ En því var ekki að heilsa. Samt má eygja von­arglætu, þess­ir flokk­ar gætu mynd­að stjórn með öðr­um og reynt að koma  góðu til...

HVÍ RÉÐI VESTR­IÐ REST­INNI? Hvers vegna ríktu Evr­ópu­ríki yf­ir heim­in­um?

  Á miðöld­um var hin kaþ­ólska Evr­ópa fá­tæk og van­megn­ug. Eng­ar al­vöru­borg­ir var að finna þar, einu stóru og ríku evr­ópsku borg­irn­ar voru á hinum múslimska Spáni og í hinu kristna, or­þodoxa Býs­ans­ríki (Konst­antínópel). Ut­an Evr­ópu gat að líta stór­auð­ug­ar stór­borg­ir á borð við Bagdad, Ang­or Vatt í Kambódíu, ýms­ar borg­ir í Kína og Indlandi, og höf­uð­borg Asteka í Mexí­kó....
STJÚPHUNDURINN OG THEO EITTHVAÐ

STJÚP­HUND­UR­INN OG THEO EITT­HVAÐ

Stjúp­hund­ur: Æ þessi leið­inda hund­ur Theo eitt­hvað!! Ég: Hvað er að hon­um? Stjúp­hund­ur­inn: Hann þyk­ist vera fyrsti hund­ur­inn sem vitn­ar í Sókra­tes en ég vitn­aði í hann löngu fyrr. Ég: Þú verð­ur að at­huga að um­mæli þín voru hundsuð af menn­ing­arelít­unni. Stjúp­hund­ur: Er ekki bara fínt að vera hunds­að­ur? Við hund­ar er­um jú eð­al­skepn­ur. Ég: Við menn­ir­in­ir not­um nú hunds­að­ur...
HUNDASAMTÖL. SKRIF MÍN OG BÓK ÞRÁINS BERTELSSONAR.

HUNDA­SAM­TÖL. SKRIF MÍN OG BÓK ÞRÁ­INS BERTELS­SON­AR.

Mér brá  í brún þeg­ar ég las bók Þrá­ins Bertels­son­ar, Hunda­líf með Theobald en hún kom út í fyrra. Bók­in er ekki ei­lít­ið lík Sam­ræð­um við Stjúp­hund­inn, löng­um  bálki  sem birt­ist í bók minni Bóka­safn­ið ár­ið 2017 (bls. 157-204) og byggði að miklu leyti á blogg­færsl­um á eyju­blogg­inu 2010-2013. Hið líka.   Í báð­um bók­um tala mað­ur og hund­ur sam­an...

Taliban­ar við borg­ar­hlið­ið

Það hef­ur tæp­ast far­ið fram hjá nein­um að Talíban­arn­ir eru við það að taka völd­in í Af­gan­ist­an. Lít­ill vafi er á að þeir munu koma á al­ræð­is­stjórn, svipta kon­ur öll­um rétt­ind­um, ofsækja sam­kyn­hneigða og svo fram­veg­is. Talíban­arn­ir bana öll­um sem ekki dansa eft­ir þeirra pípu. Vest­ur­veld­in hafa svik­ið þjóð­ina á sví­virði­leg­an máta. Fyrst hvöttu Vest­ur­veld­in   ungt fólk til frels­is og...

Hann­es G um fas­is­mann

Fyr­ir skömmu skrif­aði Hann­es Giss­ur­ar­son ádrepu í Morg­un­blað­ið sem bar heit­ið „Skammt öfganna á milli“. Þar tal­ar hann eins og það að ein­hverj­ir norsk­ir komm­ún­ist­ar urðu nas­ist­ar eða fas­ist­ar sanni að síð­ar­nefndu stefn­urn­ar séu sama tób­ak­ið og komm­ún­ism­inn. Fullt eins mætti „sanna“ að frjáls­hyggj­an væri „eig­in­lega“ komm­ún­ismi vegna þess að Jón­as Haralz, Benja­mín Ei­ríks­son  og Guð­mund­ur Magnús­son voru komm­ún­ist­ar á...

Veldi gild­is­mats­ins.

Í síð­ustu færslu tók ég und­ir þau orð Char­les Tayl­ors að gild­is­mat réði miklu um hvað teld­ist frelsi og ófrelsi. Það þýð­ir ekki að ég telji að frelsi sé smekks­at­riði eða vild­ar­efni, gagn­stætt því sem marg­ir halda get­ur gild­is­mat ver­ið til­tölu­lega hlut­lægt. En fyrst skal vik­ið að gild­is­mati og vís­ind­um. Finn­ur Dell­sén um vís­indi og gild­is­mat. Finn­ur Dell­sén skrif­ar prýði­lega...

Kol­brún B og frels­ið

Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir ger­ist Heimdall­ar­mælt í nýj­um Frétta­blað­spistli, veg­sam­ar Brynj­ar Ní­els­son og Sig­ríði And­er­sen fyr­ir fylg­is­spekt við ein­stak­lings­frelsi („Próf­kjör“ 10/6 2021). En hvers vegna lá­ist þeim tveim­ur þá að verja frelsi manna til róa til fiskj­ar, frelsi annarra en sæ­greif­anna? Hvað seg­ir frels­is­unn­and­inn Kol­brún um það? Frelsis­kenn­ing­ar. Ekki kem­ur fram í pistl­in­um hvað Kol­brún eigi við með „ein­stak­lings­frelsi“. Á hún við...

Hann­es um Popp­er. Síð­ari hluti: Stjórn­spek­in

Kafl­inn batn­ar mik­ið þeg­ar Hann­es vík­ur að þeim kenn­ing­um sem Popp­er setti fram í bók sinni The Open Society and its Enemies. Þær kenn­ing­ar eru stjórn­speki­leg­ar og því ná­lægt sér­sviði Hann­es­ar.   Opna sam­fé­lag­ið og Plat­on, meint­ur óvin­ur þess Popp­er hélt því fram að frá ör­ófi alda hafi vin­ir og óvin­ir hins opna, frjálsa sam­fé­lags bar­ist. Hinir stjórn­lyndu fylg­is­menn lok­aða...

Hann­es um Popp­er. Fyrri hluti: Vís­inda­heim­spek­in

Hann­es Giss­ur­ar­son hef­ur sett sam­an mik­ið rit 24 Conservati­ve Li­ber­al Thinkers. Einn þess­ara meintu frjáls­lyndu íhalds­manna er Snorri Sturlu­son. Deila má um hve frjótt það er að nota nú­tíma hug­tök um menn fyrri tíma. Rest­in er the usual su­spects. Ját­að skal að ég þekki fæsta þeirra ýkja vel enda stjórn­speki ein minna auka­bú­greina, list­spek­in að­al­bú­grein. En ég tel mig vera...
DYLAN ÁTTRÆÐUR 24 MAÍ

DYL­AN ÁTT­RÆЭUR 24 MAÍ

Ég skrif­aði um hann fimm­tug­an, sex­tug­an, sjö­tug­an, sjötiu­og­fimm ára, nú átt­ræð­an. Hver er hann? Hver veit? Hann er Bob Dyl­an en líka Robert Allen Zimmerm­an, líka mr. Tam­bour­ine Man, líka Jokerm­an, líka Ju­das Priest. Hann er stór­skáld en um leið  lé­leg­ur kántrímús­íkant, snill­ing­ur og dólg­ur í senn. Söngvaskáld. Hann  er fyrst og fremst söngvaskáld. Í verk­um hans  hald­ast lög og...

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu