Stefán Snævarr

Stefán Snævarr

Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Brill forlagið gaf nýlega út heimspekirit hans The Poetic of Reason. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni The International Association of Aesthetics.

Lær­um af lands­lið­inu!

 Ný­lega sýndi norska rík­is­sjón­varp­ið þátt um ís­lenska krafta­verka-lands­lið­ið í knatt­spyrnu. Ég tók sér­stak­lega eft­ir einu: Lands­liðs­menn­irn­ir töl­uðu um mikla sam­stöðu inn­an liðs­ins. Þeir sögðu enga klíku­mynd­un í lið­inu, eng­inn reyn­ir að troða á öðr­um. Strák­arn­ir treysta hver öðr­um, traust­ið efl­ir sam-fram­tak­semi þeirra og er lík­lega lyk­ill­inn að vel­gengni lands­liðs­ins. Traust er gulli betra, van­traust er efna­hags­kerf­um dýrt. Til að efla...

Muhammad Ali og Vikt­or Kortsnoj

Í síð­ustu viku lét­ust tveir mikl­ir keppn­is- og upp­reisn­ar­menn, hne­fa­leikakapp­inn Muhammad Ali (1942-2016) og skák­meist­ar­inn Vikt­or Kortsnoj (1931-2016). Fer­ill Al­is er flest­um kunn­ur, hann var senni­lega snjall­asti box­ari allra tíma, ekki of­ur­sterk­ur en firna­taktísk­ur. Dans­aði und­an högg­un­um og barði frá sér á réttu augna­bliki. „Flaug eins og fiðr­ildi, stakk eins og bý­fluga“, eins og hann  sagði sjálf­ur. Kjaft­for með af­brigð­um,...

Dav­íð og Ólaf­ur Ragn­ar í ljósi forn­sagna

Þeir Dav­íð Odd­son og Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son minna mig á ýmsa ís­lenska forn­menn.  Í Njálu leika þeir Flosi og Kári mik­ið hlut­verk. Þeir höt­uð­ust ár­um sam­an og reyndu að koma hvor öðr­um fyr­ir katt­ar­nef. En sætt­ust á gam­als aldri og eyddu ell­inni sam­an. Minna þeir ekki ögn á Dav­íð og Ólaf Ragn­ar?  Í forn­um ann­ál­um seg­ir um Snorra Sturlu­son að...

Guðni Th., hinn nýi Kristján Eld­járn!

Ís­lend­ing­ar minn­ast Kristjáns Eld­járns, for­seta, með virð­ingu og þakk­læti. Hann var hóg­vær en virðu­leg­ur, sann­ur al­þýðu­mað­ur en höfð­ingi um leið. Lær­dóms­mað­ur án mennta­hroka. Ís­lend­ing­ur fram í fing­ur­góm­ana en al­veg laus við þjóð­rembu. Og ger­sneydd­ur  valdgirni.   Þessi lýs­ing á líka vel við Guðna Th. Jó­hann­es­son. Hann er öll­um þeim kost­um bú­inn sem prýða mega góð­an for­seta. Ég styð hann heils­hug­ar...

Dyl­an 75 ára!

 Á morg­un verð­ur kapp­inn sjö­tíu­og­fimm ára, læt­ur ekki deig­an  síga, ný­bú­inn að gefa út plötu.   Ég hef ver­ið ansi ið­inn við að skrifa um hann tím­ans rás, hef skrif­að af­mæl­ispistla um hann alla stóraf­mæl­is­dag­ana hans frá fimm­tugsaf­mæl­inu til sjö­tugsaf­mæl­is­ins. Og bæti við enn ein­um pistl­in­um hér. Dyl­an og Rorty         Reynd­ar birt­ist fræði­leg grein eft­ir mig...

Skrímsl­ið

Marg­ir les­enda þekkja ugg­laust am­er­ísku rokksveit­ina Stepp­enwolf Eitt af lög­um henn­ar er þekkt und­ir heit­inu Mon­ster og er frá ár­inu 1969. Í text­an­um er saga Banda­rík­in rak­in, lögð áhersla á jafnt hið góða  og hið slæma í þeirri sögu. En lýst mikl­um áhyggj­um af stöðu Banda­ríkj­anna  í sam­tím­an­um  (ár­ið 1969). Stjórn­mála­menn væru hirðu­laus­ir um al­manna­hags­muni og kosn­inga­þátt­taka al­menn­ings inntakslaus brand­ari....

Ís­land ónýtt eft­ir allt sam­an?

 Einu sinni var norsk­ur starfs­bróð­ir minn spurð­ur hvaða stjórn­mála­skoð­an­ir ég hefði. Hann svar­aði „Stefán er contraire-isti, and­hyggju­mað­ur, á móti sér­hverri vin­sælli skoð­un, ávallt á móti meiri­hlut­an­um“. Mér hef­ur löng­um  fund­ist „hype“-ið hæp­ið og því forð­ast tísku­skoð­an­ir. Það var ein af ástæð­um þess að ég gagn­rýndi út­rás­ina á þeim ár­um þeg­ar yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti Ís­lend­inga var henni hlynnt­ur. Á síð­ustu ár­um hef­ur...

Ír­an og sag­an

Sandi orpn­ar eru hall­ir Er­ans­h­ar, muster­in rúst­ir ein­ar. Eng­ir eld­ar loga leng­ur Ahúra-Masda til dýrð­ar… Svona mætti hefja tregaljóð um eitt hinna mörgu ír­önsku stór­velda sem ris­ið hafa og hnig­ið í ald­anna rás. Stór­veldi stór­kon­ung­anna af Sass­anída­ætt sem stóð frá 226 e.kr. til 651 e.kr. Vest­ur­miðj­uð sögu­kennsla veld­ur því að vest­ræn­ir menn skilja ekki stjórn  Ír­ans. Sag­an er lyk­ill að...

Að býsn­ast yf­ir Býs­ans

Í síð­ustu færslu nefndi ég hið forna austróm­verska- eða Býs­ans­ríki. Það verð­ur til þeg­ar Róm­ar­veldi er klof­ið í Vest­ur- og Aust­ur­veldi. Kalla má það „fram­hald Róm­ar­veld­is með grísk­um og kristn­um að­ferð­um“. Líf­seigt var það með af­brigð­um, stóð frá 395 e.kr. til 1453 þeg­ar hinn  tyrk­neski Os­mana­sóldán her­tók Konst­antínópel. Það  kem­ur mjög við sögu ís­lenskra forn­bók­mennta enda voru fornn­or­ræn­ir vík­ing­ar  í líf­varða­sveit...

Sitt­hvað um risa­eðlur og tím­ann

Ein af skálds­sög­um Jóns Kalm­ans ber heit­ið Sitt­hvað um risaf­ur­ur og tím­ann. En ég ætla ekki að tala um skáld­skap, held­ur póli­tík. Og byrja á því sem virð­ist sagn­fræði­leg­ur út­úr­dúr en er það ekki. Í lok forn­ald­ar voru tvö meg­in­stór­veldi í Mið­aust­ur­lönd­um og þar um kring. Ann­að  var hið austróm­verska eða býs­anska keis­ara­dæm­ið sem hafði Kont­antínópel að höf­uð­borg en hún...

Rif­kin og nýtt Net­þjóð­fé­lag

Fyr­ir skömmu kynnti ég les­end­um bók Paul Ma­sons Postcapital­ism. A gui­de to our fut­ure. Þar nefndi ég skoð­ana­bróð­ur Ma­sons, banda­ríska hag­fræð­ing­inn Jeremy Rif­kin en þeir virð­ast hafa kom­ist að áþekkt­um nið­ur­stöð­um óháð­ir hvor öðr­um. Kapí­tal­ism­inn sé hall­ur úr heimi vegna þess að hann hafi get­ið af sér tækni sem muni ganga að hon­um dauð­um. Inn­an tíð­ar verði ekki hægt að...

Fram­sókn = Glæpaklíka?

 Fyr­ir rúm­um fjöru­tíu ár­um sagði framá­mað­ur í Sjálfs­stæð­is­flokkn­um við mig:  „Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er ekki stjórn­mála­flokk­ur held­ur glæpaklíka, lík­ust mafíunni“. Þessi orð féllu löngu áð­ur en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn  varð að rík­is­rekn­um rík­is­bubba­flokki. Áð­ur en hann varð, með orð­um Jóns Bald­vins, „slita­stjórn SíS“. Lengi var Fram­sókn  að­al­lega leið­ur sveitalubba- og pot­flokk­ur, nú er hann orð­inn auð­valds­skrímsli. Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé seg­ir í Kjarn­an­um ...

Ís­land, af­leitt af­land?

Eins og æði marg­ir aðr­ir Ís­lend­ing­ar sat ég agndofa og horfði á Kast­ljós í gær. Af­l­ands­mál­in verða æ ískyggi­legri, fjöld­skylda Dorriet­ar Moussi­ef er sögð hafa átt af­l­ands­fé­lag  og hlýt­ur það að hafa áhrif á for­seta­kosn­ing­arn­ar. At­hygl­is­vert er hve marg­ir fram­sókn­ar­menn eru flækt­ir í af­l­ands­mál. Fram­kvæmda­stjóri flokks­ins, Hrólf­ur Öl­vis­son,  er sagð­ur hafa átt af­l­ands-fé­lag. Einnig er sagt að Lands­bank­inn hafi stofn­að ...

Cervan­tes og skáld­sag­an

Migu­el de Cervan­tes er sagð­ur hafa dá­ið sama dag og Shakespeare, eitt­hvað mun það þó mál­um bland­ið     En merki­leg til­vilj­un, ef satt er,  því þeir  lögðu sinn hvorn horn­stein­inn að vest­ræn­um bók­mennt­um og menn­ingu. Cervan­tes er þekkt­ast­ur fyr­ir sög­una um Don Kíkóta en hún er einatt tal­in fyrsta eig­in­lega skáld­sag­an. Kannski á Cervan­tes jafn mik­inn þátt í að skapa...

Mest lesið undanfarið ár