Stefán Snævarr

Stefán Snævarr

Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Brill forlagið gaf nýlega út heimspekirit hans The Poetic of Reason. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni The International Association of Aesthetics.

Hall­grím­ur Helga og trú­ar­játn­ing­in nýja

Hall­grím­ur Helga­son er fjöl­hæf­ur mað­ur, prýði­leg­ur rit­höf­und­ur, skemmti­leg­ur mynd­list­ar­mað­ur og á köfl­um góð­ur álits­gjafi.  Hann skrif­ar hressi­lega ádrepu um ís­lenska efna­hags­spill­ingu hér á Stund­inni. Þar seg­ir  að í tím­ans rás hafi póli­tísk tengsl hafi ráð­ið miklu um hverj­ir feng­ið hafi að njóta sín í efna­hags­líf­inu ís­lenska. Vart sé hægt að tala um frjálsa sam­keppni hér, gagn­stætt lönd­um eins og...

Við­reisn með reisn?

 Fátt veit ég gleði­legra en ófar­ir Sjálfs­stæð­is­flokks­ins. Ég ók mér því af ánægju þeg­ar ég frétti af brott­hlaupi Þor­steins Páls­son­ar og Þor­gerð­ar Katrín­ar úr flokkn­um. En ekki þótti mér mik­il reisn yf­ir um­mæl­um Þor­gerð­ar í við­töl­um. Hún vill ekki gagn­rýna Sjálfs­stæð­is­flokk­inn fyr­ir nokk­urn skap­að­an hlut, mær­ir for­mann­inn o.s.frv. Í of­an á lag þótti henni og Þor­steini sjálfsagt að til­kynna Bjarna...

Stig­litz um ójöfn­uð

Hvaða landi skyldi nó­bels­hag­fræð­ing­ur­inn Joseph Stig­litz lýsa með svo­felld­um hætti?  Auð­lind­ir hafa ver­ið seld­ar auð­fyr­ir­tækj­um  á spott­prís enda hafi nýt­inga­rétt­ur á þeim ekki ver­ið seld­ar á upp­boði eins og skyn­sam­legt sé. Hinir of­ur­ríku hafa orð­ið enn rík­ari vegna að­stöðu­hagn­að­ar (e. rent profit) af þessu tagi. Í of­an á lag njóti stór­fyr­ir­tæki beinna og óbeinna nið­ur­greiðslna. Auk þess hafi mark­aðs­frelsi auk­ist...

Pírat­ar og frelsi (?) frjáls­hyggj­unn­ar

 Pírata­flokk­ur­inn er að mörgu leyti merki­leg stjórn­mála­sam­tök. Vand­inn er sá að erfitt get­ur reynst að átta sig á stefnu­mál­um hans. Stefnu­skrá­in er mjög al­mennt og óljóst orð­uð. Þó má sjá að flokks­menn  eru  hall­ir und­ir beint lýð­ræði og  end­ur­skoð­un á höf­unda­rétti. Svo virð­ist sem flokk­ur­inn telji að menn eigi að vera frjáls­ir til að nýta allt sem á Net­inu...

Laun­þega­frí­dag­ur

Fyr­ir fjöru­tíu ár­um gerð­ist merki­leg­ur at­burð­ur á Ís­landi.  Ís­lensk­ar kon­ur tóku sér frí þann dag til að sýna hversu mik­il­vægt fram­lag kvenna væri til efna­hags­ins. Kvenna­frí­dag­ur­inn olli vatna­skil­um í ís­lensku sam­fé­lagi, staða kvenna stór­batn­aði í kjöl­far hans. Það er kunn­ari en frá þurfi að segja að staða laun­þega á Ís­landi mætti vera betri, at­vinnu­rek­end­ur vaða uppi með græðgi og sið­leysi....

Pawel og hinn "frjálsi" mark­að­ur

 Mig minn­ir að eft­ir­farand hafi gerst um 1983, á þeim ár­um þeg­ar Ís­lend­ing­ar ferð­uð­ust enn í stræt­is­vögn­um. Ég stóð og beið eft­ir strætó, tveir eldri menn stóðu mér við hlið og fannst mér ég kann­ast við ann­an þeirra, vita að hann væri ráðu­neyt­is­stjóri. Þeir ræddu sam­an um menn og mál­efni og bar Hann­es Giss­ur­ar­son á góma. Ráðu­neyt­is­stjór­inn sagði „hann hef­ur...

Har­ari og saga hins viti­borna (?) manns

 Marg­ir les­enda kann­ast sjálfsagt við bók­ina Sapiens: A Bri­ef History of Hum­ankind Höf­und­ur­inn er ung­ur ísra­elsk­ur sagn­fræð­ing­ur,    Yu­val Noah Har­ari að nafni. Hann skrif­aði bók­ina á hebr­esku en svo var hún  þýdd af höf­undi við ann­an mann. Ekki verð­ur sagt að enska þýð­ing­in  sé tor­læs, ensk­an er ansi ein­föld. Hvað um það, bók­in er í hæsta máta læsi­legt yf­ir­lit yf­ir...

Ingi Freyr og Kredda í kreppu

 Um þess­ar mund­ir eru fimm ár lið­in frá út­komu bók­ar minn­ar Kreddu í kreppu. Frjáls­hyggj­an og móteitr­ið við henni. Þar leit­ast ég við að sýna fram á að frjáls­hyggj­an sé sjálfs­skæð speki. Til­raun­ir til að raun­gera frjáls­an mark­að eru senni­lega dæmd­ar til að mis­heppn­ast. Enn frem­ur segi ég að hug­mynd­ir frjáls­hyggju­manna um frelsi, lýð­ræði og rétt­læti séu meingall­að­ar. Vel­ferð­ar­ríki og...

Stjúp­hvolp­ur­inn og Feita fress­ið

Ein­hverj­ir les­enda muna sjálfssagt eft­ir sög­un­um um stjúp­hund­inn sem ég sagði á eyju­blogg­inu. Nú er hann dauð­ur en í stað hans kom­inn bæði stjúp­hvolp­ur og ak­feit­ur kött­ur. Hér verð­ur sagt frá fyrstu fund­um þeirra fé­laga. Stjúp­hvolp­ur­inn: Ég er bara þriggja mán­aða gam­all og veit ekki mik­ið um líf­ið,  (við kött­inn) þú ert skrítn­asti hund­ur sem ég hef séð, síl­spik­að­ur og...

Barna-"vernd" og nor­rænt krata­veldi

Bryn­dís Schram sagði í blaða­grein að þeim hjón­um hefði orð­ið bylt við  þeg­ar þau upp­götv­uðu þá dýrk­un á Banda­ríkj­un­um sem var land­læg á Ís­landi á út­rás­ar­ár­un­um. Ég skrif­aði á þess­um ár­um grein þar sem ég gagn­rýndi þessa dýrk­un og benti á ýms­ar veil­ur Banda­ríkj­anna. Það féll ekki í góð­an jarð­veg, ég var kall­að­ur „komma­dind­ill“ fyr­ir vik­ið. Síð­an hef­ur mik­ið vatn...

Frá Kan­an­um til Panama

Pana­maskjöl­in. Öll ís­lensku nöfn­in í þeim. Hvað veld­ur, hver held­ur? Ein­hverj­ar af rót­um þess hugs­un­ar­hátt­ar  sem gerði Pana­ma­mennsk­una mögu­leika má finna í Kefla­vík­ur-her­stöð­inni. Kana­ætt­uð spill­ing Í for­vitni­legri rann­sókn  Þórólfs Matth­ías­son­ar og Jó­hann­es­ar Karls­son­ar á  ís­lensk­um skattsvik­um  kem­ur í ljós að skattsvik aukast hlut­falls­lega mjög mik­ið á fimmta tug ald­ar­inn­ar. Þeim ára­tug þeg­ar Kan­inn dældi  fé inn í land­ið, fyrst með...

Ögn um ætt­ar­nöfn

Karl Marx sagði að for­tíð­in hvíldi eins og mara á hug­um hinna lif­andi.  Hug­mynd­ir manna um sam­fé­lag­ið væru á eft­ir raun­veru­legri þró­un þess, menn sæju sam­tím­ann með for­tíð­ar­aug­um. Gott dæmi um þetta er sú rang­hug­mynd að Ís­lend­ing­ar með ætt­ar­nöfn hljóti að til­heyra yf­ir­stétt. Vissu­lega var al­gengt  á  nítj­ándu öld­inni var  að „betri“ stétt­ar menn væru með ætt­ar­nöfn. En þeg­ar í...

Bret­ar kjósa hið opna haf

Winst­on Churchill sagði að ef Bret­ar þyrftu að kjósa milli Evr­ópu og hins opna hafs myndu þeir kjósa haf­ið.  Í gær kusu þeir sjó­inn opna, Vla­dm­ir  Pútín dans­ar ör­ugg­lega stríðs­dans af ánægju. Bor­is John­son og Nick Fara­ge kalla gær­dag­inn „sjálfs­stæð­is­dag Sam­ein­aða kon­ungs­dæm­is­ins“. En þessi dag­ur þýð­ir hið gagn­stæða, enda­lok þessa kon­ung­dæm­is. Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti Skota greiddi at­kvæði með ESB-að­ild og koma...

Mest lesið undanfarið ár