Stefán Snævarr

Stefán Snævarr

Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Brill forlagið gaf nýlega út heimspekirit hans The Poetic of Reason. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni The International Association of Aesthetics.

Bessastaða­bónd­inn fer hvergi

Þann sjötta apríl síð­ast­lið­inn skrif­aði ég eft­ir­far­andi feis­bókar­færslu: "Nú bíð ég eft­ir því að skor­að verði á Ólaf Ragn­ar að bjóða sig fram, hann flytji svo lands­föð­urs­legt ávarp þar sem hann seg­ist verða að taka áskor­un­inni vegna þeirr­ar erf­iðu stöðu sem land­ið er í. Og vinni stór­sig­ur". Ég reynd­ist sann­spár, Bessastaða­bónd­inn hyggst ekki bregða búi. Kannski að kjós­end­ur sjái til...

Vald og fé

Í lög­bók ís­lenska þjóð­veld­is­ins, Grágás, seg­ir um goð­orð­ið "vald er þat, eigi fé". En vald­ið og féð vilja tvinn­ast sam­an með ýms­um hætti, oft á leið­an máta. Sum­ir telja rétt að efn­að fólk stjórni. Efna­menn séu fjár­hags­lega sjálfs­stæð­ir og því minni lík­ur á því að þeir verði háð­ir þrýsti­hóp­um sem hyll­ist til að „kaupa“ efnam­inni stjórn­mála­menn. Gall­inn við þessa...

Sig­urð­ur Ingi

For­sæt­is­ráð­herra­nefn­an  seg­ir að það sé flók­ið að eiga fjár­muni á Ís­landi. En er ekki enn flókn­ara að eiga enga fjár­muni? For­sæt­is­ráð­herra­nefn­unni finnst það vanda­mál að efn­að fólk sé milli tann­anna á mönn­um. Hef­ur hann eng­ar áhyggj­ur af hagi þeirra sem lít­ið eiga? Finnst hon­um það ekki vand­mál að venju­legt ungt fólk geti ekki eign­ast hús­næði? Finnst hon­um það ekki vanda­mál...

Yeats og pás­ka­upp­reisn­in 1916

 Á ný­liðn­um pásk­um minnt­ust Ír­ar þess að hundrað ár væru lið­in frá pás­ka­upp­reisn­inni í Dyfl­inni.  Upp­reisn­in Fá­menn­ur hóp­ur írskra þjóð­ern­is­sinna und­ir for­ystu John Connallys og Padraig Pe­ar­se greip til vopna gegn Breta­stjórn, her­tók póst­hús­ið í Dyfl­inni og lýsti yf­ir stofn­un írska lýð­veld­is­ins. Bret­ar brutu upp­reisn­ina aft­ur með fá­dæma hörku. Upp­reisn­ar­menn­irn­ir voru dæmd­ir af her­rétti og tekn­ir  af lífi. Þeg­ar upp­reisn­in...

Aust­ur­völl­ur og götu­víg­in í Par­ís

 Marg­ir les­enda kann­ast við franska söng­leik­inn Ves­al­ing­ana en hann  bygg­ir á frægri skálds­sögu Victors Hugo.  Sung­ið er um upp­reisn­ar­menn í Par­ís sem hlaða götu­vígi í bar­áttu gegn kon­ungs­vald­inu. Offursti ávarp­ar upp­reisn­ar­menn og hvet­ur þá til að gef­ast upp enda sé bar­átta þeirra von­laus. For­ingi upp­reisn­ar­menn svar­ar með því að syngja: „Damn their warn­ings, damn  their lies, they will see the...

Paul Ma­son og póst­kapítal­ism­inn

 Peter Haars (1940-2005) var þýsk­ur teikn­ari sem sett­ist að í Nor­egi. Ár­ið 1971 gerði hann vinstri rót­tæka teikni­mynda­sögu sem kall­að­ist „Prokon“. Sag­an er á þessa leið: Upp­finn­ing­ar­mað­ur finn­ur upp tæki sem get­ur skap­að hvaða vöru sem vera skal, ókeyp­is úr engu. En pen­inga­mönn­um apparats­ins Prokon  lík­ar ekki hug­mynd­in þar eð gróði þeirra myndi hverfa fyr­ir vik­ið. Þeir gera því auð­vald­sof­ur­hetju...

Þrá­setu-þrá­hyggja "rík­is­stjórn­ar­inn­ar"

Ég er ekki sál­fræð­ing­ur að mennt en hef í dag upp­götv­að nýja gerð þrá­hyggju, þrá­setu-þrá­hyggju. Rík­is­stjórn­ar­nefn­an virð­ist hald­in þess­um leiða sjúk­dómi.  Hún virð­ist hald­in sjúk­legri valdaduld  og sit­ur því sem fast­ast á ráð­herra­stóli  þótt henni sé hreint ekki leng­ur til set­unn­ar boð­ið. Kannski sál­fræð­ing­ar geti hjálp­að þess­ari (ó)stjórn  sem að auki þjá­ist af óstjórn­legri Tor­tólafýsn.

Rétt­læt­ing­ar­kreppa á Ís­landi

 Ég hef oft nefnt heim­spek­ing­inn Jür­gen Habermas í færsl­um mín­um. Á sín­um yngri og rót­tæk­ari ár­um setti hann fram kenn­ingu um rétt­læt­ing­ar­kreppu í síðkapítalísku skipu­lagi. Hann var ekki viss um að von væri á efna­hagskreppu enda setti hann kenn­ingu sína fram á blóma­skeiði hins vest­ræna kapí­tal­isma, á ár­un­um upp úr 1970. En mögu­leiki sé á ýms­um öðr­um kreppu­gerð­um, ekki síst...

Tækni­legi terr­orist­inn og Thom­as Ku­hn

 Najim Laacharoui var belg­ísk­ur múslimi sem sprengdi sig í loft upp á  flug­vell­in­um í Brus­sel. Hann er sagð­ur  mað­ur­inn sem gerði sprengju­belt­in sem not­uð voru í Par­ís­ar­árás­un­um og vera mennt­að­ur tækni­fræð­ing­ur.Ekki eini  íslamski terr­orist­inn sem hef­ur slíka mennt­un, öðru nær. Rann­sókn Gam­betta og Her­togs Alla vega ef marka má rann­sókn­ir ít­alska fé­lags­fræð­ings­ins Diego Gam­betta. Hann og sam­starfs­mað­ur hans Stef­fen...

Fólsku­leg árás í Brus­sel

Að­eins fjór­um dög­um eft­ir hand­töku Salah Abdes­alam sprungu sprengj­ur í Brus­sel. Senni­lega eru sprengju­menn­irn­ir sam­herj­ar Abdes­alams, tengd­ir óalda­lýð þeim sem kall­ast á ar­ab­ísku "Daesh". Mik­ið er tal­að um múslimska hryðju­verka­menn frá Belg­íu og oft gef­ið í skyn að þeir hafi orð­ið terr­orist­ar vegna þess að þeir búi við bág kjör í Belg­íu. Múslim­um sé jafn­vel mis­mun­að. En hvernig stend­ur á...

Hilary Putnam (1926-2016)

  Rétt í þessu bár­ust mér þær fregn­ir að banda­ríski heim­spek­ing­ur­inn Hilary Putnam hefði lát­ist fyr­ir fimm dög­um.   Hann var kannski síð­asti end­ur­reisn­ar­mað­ur­inn, með ólík­ind­um fjöl­hæf­ur. Hann var ekki síð­ur lærð­ur í stærð­fræði en heim­speki, vissi all­an fjár­ann um eðl­is­fræði. Um leið vann  hann braut­ryðj­anda­verk um heim­speki hug­ans  og var áhuga­sam­ur um sið­fræði og stjórn­speki. Og skrif­aði af viti...

ASÍ og Al­þýðu­flokk­ur 100 ára

Al­þýðu­sam­band­ið og Al­þýðu­flokk­ur­inn eiga hundrað ára af­mæli um þess­ar mund­ir. Í bar­áttu­söng jafn­að­ar­manna seg­ir:          "Þeir hæða vorn rétt             til að rísa frá þraut,             vorn rétt til að              lifa eins og menn.              Þeir skammta okk­ur frelsi              þeir skammta okk­ur brauð.              Hver skóp þeirra drottn­andi auð?"   Þarf að segja/syngja meir?      

Trump = Berlusconi

Trump er oft líkt við Mus­sol­ini en stað­reynd­in er sú að hann á mun meira sam­eig­in­legt með öðr­um ít­ölsk­um stjórn­mála­manni, Sil­vio Berlusconi. Báð­ir millj­arða­mær­ing­ar sem stukku beint úr bus­iness í stjórn­mál. Báð­ir harðsoðn­ir «po­púl­ist­ar». Báð­ir kjaft­for­ir með af­brigð­um, dóna­leg­ir í orð­bragði og hrein­rækt­að­ir plebb­ar. Báð­ir fá­dæma sjálfs­ánægð­ir. Báð­ir mik­ið upp á kven­hönd­ina. Mun­ur­inn er sá að Berlusconi hófst upp af...

Ya­hya Hass­an

Fyr­ir þrem­ur ár­um gerð­ust þau und­ur og stór­merki í Dana­veldi að ljóða­bók náði met­sölu, seld­ist í 100.000 ein­tök­um á fá­ein­um vik­um. Höf­und­ur­inn var átján ára gam­all palestínsk­ur flótta­mað­ur sem al­ið hafði mest all­an sinn ald­ur í Dan­mörku. Bók­in kall­að­ist ein­fald­lega „Ljóð“, eng­ir lág­staf­ir not­að­ir, bara stór­ir staf­ir enda bók­in eitt alls­herj­ar org, svo lít­ið eins og ljóða­kver­ið hans Bubba. Rétt...

Mest lesið undanfarið ár