Stefán Snævarr

Stefán Snævarr

Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Brill forlagið gaf nýlega út heimspekirit hans The Poetic of Reason. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni The International Association of Aesthetics.

"Vís­ind­in efla..."

Í gær þyrpt­ist fjöldi manns víða um lönd í göng­ur til að mót­mæla árás­um á vís­ind­in. Trump og liðs­mönn­um hans næg­ir ekki að tala um val­kvæð­ar stað­reynd­ir og hunsa velí­grund­að­ar kenn­ing­ar um hlýn­un jarð­ar. Þeir ráð­ast líka beint á vís­ind­in með því að berj­ast fyr­ir  minni op­in­ber­um fram­lög­um  til vís­indastarfa vest­an­hafs. „Lifa bæði á mysu og mjólk...“, Trump virð­ist í...

Ódæð­in í Sýr­landi

Stuð­menn sungu á sín­um tíma um sum­ar á Sýr­landi og var "Sýr­landi" ekki not­að í bók­staf­legri merk­ingu. En nú hef­ur ver­ið fimb­ul­vet­ur þar í landi um sex ára skeið, stór hluti þjóð­ar­inn­ar  land­flótta, borg­ir í rúst. Nokk­ur hundruð þús­und manns hafa fall­ið. Ein­ræð­is­herr­ann Assad svífst einskis til að halda völd­um, efna­vopna­árás­in í vik­unni var lík­lega verk hans manna. Rúss­ar og...

Ódæð­ið í Stokk­hólmi

Við vit­um ekki enn hver ódæð­is­mað­ur­inn í Stokk­hólmi er. Gæti ver­ið venju­leg­ur Svíi sem hrein­lega hef­ur misst vit­ið. En það er IS-fýla af ódæð­inu, IS-hneigð­ir öfga­menn hafa fram­ið hryðju­verk með lík­um hætti. Ég skrif­aði færslu um fjölda­morð­in í Nice í fyrra og fékk ým­is við­brögð. Einn að­ili sagði í at­huga­semda­kerfi mínu að árás­ir af slíku tagi væru sum part skilj­an­leg­ar...

Mark­aðs-og sjóðasósí­al­ism­inn

Í þess­ari grein hyggst ég hefja mál mitt á því að kynna mark­aðssósíal­ísk­ar hug­mynd­ir  banda­ríska  hag­fræð­ings­ins  John Roemer. Einnig mun ég tæpa  stutt­lega á  mark­aðssósíal­ísk­um  til­raun­um  í Júgó­sla­fíu heit­inni og Tékkó­slóvakíu sál­ugu. Og í því sam­bandi kynna stutt­lega mark­aðssósíal­ísk­ar kenn­ing­ar Ota Siks. Að lok­um ræði ég sænsk­ar hug­mynd­ir um sjóðasósí­al­isma og velt þvi fyr­ir mér hvort þær séu brúk­leg­ar á...

Mark­aðssósí­al­ism­inn

Ég man þá tíð þeg­ar frjáls­hyggj­an var að ryðja sér til rúms  á Ís­landi um 1980. Hann­es Giss­ur­ar­son og Jón­as Haralz skrif­uðu hálft Morg­un­blað­ið og voru fyr­ir­ferða­mikl­ar ann­ars stað­ar. Þeim var mik­ið í mun að kynna kenn­ismiði frjáls­hyggj­unn­ar og var tíð­rætt um mark­aðssósí­al­isma sem þeir töldu mjög af hinu illa. Tal þeirra (og Ól­afs Björns­son­ar) um mark­aðssósí­al­isma var eins og...

Enn til varn­ar skatt­heimtu

Svo var sung­ið í mínu ung­dæmi: "Mað­ur­inn með hatt­inn stend­ur upp við staur og borg­ar ekki skatt­inn því  hann á eng­an aur“ Und­ir­skil­ið er senni­lega að ríki mað­ur­inn með pípu­hatt­inn stingi fé und­an og þyk­ist ekk­ert eiga og þurfi því ekki að borga skatt. Síð­ar tók  hat­ta­karl­inn að koma fé sínu und­an til afl­anda. Þetta at­ferli þyk­ir skatta­höt­ur­um frjáls­hyggj­unn­ar í besta...

Fe­brú­ar­bylt­ing­in rúss­neska, 100 ára af­mæli

„Hví­lík­ar lyg­ar hví­lík óheil­indi hví­lík sögu­leg stór­slys“ seg­ir Sig­fús Daða­son í ljóða­bók­inni Hend­ur og orð. Ekki fylg­ir sög­unni hvað Sig­fús hafði í huga enda er skáld­skap­ur þeirr­ar nátt­úru að heim­færa má (og á) hann upp á hið ýms­asta. Franski heim­spek­ing­ur­inn Paul Ricœ­ur seg­ir skáld­skap hafa óakveðna  til­vís­un, gagn­stætt stað­hæf­ing­um dag­lega máls­ins og vís­ind­anna. Októ­ber­bylt­ing­in: Vald­arán fá­mennr­ar klíku Ég leyfi mér...

Meist­ar­ar ljóðs­ins

Tveir skáld­meist­ar­ar gáfu út ljóða­bæk­ur fyr­ir jól­in, Sig­urð­ur Páls­son og Þor­steinn frá Hamri. Bók Sig­urð­ar ber heit­ið „Ljóð muna rödd“, bók Þor­steins „Núna“. Sé Sig­urð­ur skáld létt­leik­ans og  glettn­inn­ar  þá er Þor­steinn skáld  þungra þanka  og al­vöru. Í ljóð­um Sig­urð­ar er flæði, í ljóð­um Þor­steins þung undir­alda, ljóð Sig­urð­ar stund­um há­stemd, ljóð Þor­steins frem­ur lág­stemd. Ljóð muna rödd Eins og...

Abra­ham í jakka­föt­um. Bág staða ung­menna.

Marg­ir les­enda kann­ast við lag Leon­ards Cohen "The Story of Isaac, kvæði  um Abra­ham Biblí­unn­ar sem ætl­aði að fórna syni sín­um Ísak  að  boði Guðs.  Á tón­leika­plöt­unni  Li­ve Songs seg­ir Cohen er hann kynn­ir lag­ið að text­inn fjalli um það þeg­ar eldri kyn­slóð­in fórn­ar ungu kyn­slóð­inni. Svo syng­ur Cohen:  „You who build these alt­ars now     To sacrifice these...

Hinir fokríku og Borg­un­ar­mað­ur­inn

Er­lend­ur nokk­ur Magnús­son mun vera stjórn­ar­formað­ur Borg­un­ar og því rétt­nefnd­ur „Borg­un­ar­mað­ur“  (von­andi líka borg­un­ar­mað­ur með litl­um staf). Hann geys­ist nú fram á rit­völl­inn og veg­ur að Oxfam. Oxfam hef­ur hald­ið því fram að átta rík­ustu menn heims­ins eigi jafn mikl­ar eign­ir og fá­tæk­asti helm­ing­ur mann­kyns­ins. Er­lend­ur leið­ir ým­is rök að því að þetta sé vill­andi og skal ekki úti­lok­að...

Ráð­herr­arispa

Ég var bú­inn að nefa þrjá nýja ráð­herra i síð­asta bloggi, hann Vaffa Túney, Sjóauga Túney og Propp Popp­ara. En sem ófor­betr­an­legt karlrembusvín láð­ist mér að kynna kven­ráð­herr­ana. Fyrsta skal fræga telja kvóta­mála­ráð­herraynj­una sem þess ut­an er end­ur­mennt­un­ar- og erfða­fræð­ing­ur. Hún hef­ur get­ið sér gott orð með­al erfða­fræð­inga fyr­ir að upp­götva öf­und­ar­genið. Mað­ur­inn henn­ar er lána­af­skrifta­fræð­ing­ur, þetta er mik­il fræða­fjöl­skylda....

Í Túneynni heima

 Þið þekk­ið Tún­eyj­ar­fjöl­skyld­una, fjöl­skyld­una sem löng­um hef­ur átt allt og öllu ráð­ið á Ís­landi. Ætt­ar­höfð­ing­inn heit­ir Vafn­ing­ur Túney, kall­að­ur „Vaffi“. Hann er svona yf­ir­mála­ráð­herra. Syst­ur hans heita Matorka Túney (köll­uð „Matta“) og Borg­unn („Bogga“). Þær stunda við­skipti. Frændi þeirra, hann Sjóauga Túney, er pen­inga­mála­ráð­herra. Sér til halds og trausts hef­ur hann  Propp popp­ara sem er líka svona ráð­herra­karl. Propp­ur er...

Trump, komu­bann­ið og Dómaldi Svía­jöf­ur

 Don­ald Trump af­hjúp­ar and­lega ves­öld sína og illt inn­ræti dag hvern, til  dæm­is nefn­ir hann  ekki Gyð­inga auka­teknu orði í ræðu við at­höfn tengda hel­för­inni. Miklu verri er þó sú ákvörð­un hans að meina fólki frá sjö múslimsk­um lönd­um að koma til Banda­ríkj­anna. Eitt er fyr­ir sig að komu­bann­ið kann að brjóta í bága við banda­rísku stjórn­ar­skrána, sam­kvæmt henni er...

Trump og gamli gringó

 Car­los Fu­entes (1928-2012) var einn helsti rit­höf­und­ur Mexí­kóa. Nú er hann dauð­ur og fær ekki nó­bels­verð­laun­in. Þau hefði hann getað feng­ið fyr­ir snilld­ar­verk­ið Gamla gringó sem ég las á dög­un­um, raf­magn­að drama í anda töfr­ar­aun­sæ­is, frum­lega upp­byggt og fanta­vel skrif­að. Bók­in bygg­ir á sögu­sögn­um um ör­lög banda­ríska rit­höf­und­ar­ins og háð­fugls­ins  Am­brose Bierce (1842-1914?)  sem fór til Mexí­kó ár­ið 1914  til...

Lista­menn og laun­in vondu

 Hið ár­lega gól um lista­manna­laun hljóm­ar nú á Ís­landi, þau eru tal­in  mik­il blóð­taka skatt­greið­anda. Ég mun reyna að sýna fram á að það sé tóm della, eins og flest sem lista­manna­launa-fénd­ur hafa til mál­anna að leggja. Kostn­að­ur af li­sa­manna­laun­um = 2800 kr á skatt­greið­anda! Lít­um á stað­reynd­ir máls­ins:  Lista­manna­laun nema sem svar­ar hálf­um millj­arði ís­lenskra króna, ef mín­ir...

Mest lesið undanfarið ár