Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Beiningafólk Berlínar, efnisleg fátækt: Fyrsti hluti

Eins og á Íslandi fyrir finnst fátækt fólk í Berlín. Ætla ég mér þó ekki að bera það fólk saman  við Fátækt fólk Tryggva Emilssonar né annað févana fólk.

Það er enda erfitt að að ætla sér slíkan  samanburð án þess að kynna sér efnaleysi hlutlægt. Því nenni ég ekki enda krefðist slíkt athæfi meiri  tíma en ég er tilbúinn til að fórna. Tíminn ku jú peningar. Þar af leiðandi hefi ég einvörðungu í hyggju að fálma lítillega um í myrkrinu án þess að gera mér minnstu vonir um að fálmið leiði mig að ljósopi.

 

Þó má ljóst þykja að slengja mætti afstæðishugtakinu á þá slyppu og snauðu þar sem vart þarf að  deila um að þurfalingar Íslands á árum áður hefðu ekki fúlsað við fátækt ársins 2016. Líkast til hefðu  þeir talið sultarkjör mörlandans nú til dags gnægtarkjör. Jafnvel paradís. Og efnalitlir ársins 2016  myndu líkast til ekki lifa af fátækt fyrri ára. Ekki frekar en þeir lifðu af að verða af H&M varningi í  utanlandsferðum sínum. En þetta er auðvitað svart og hvítt. Allur samanburður er fullkomlega  ósanngjarn. Ég er enda ekki að bera saman. Það er ekki hægt.

 

Látum því slíkar pælingar liggja á milli hluta enda er ekki móðins að una sáttur við sitt. Gæti og  útbreiðsla viðlíka þanka stuðlað að því að fólk hætti að kveinka sér yfir verðtryggingu vors lands,  dýrtíðinni, hagvaxtarstöðnun, listamannalaunum, skattpíningu, skuldsetningu, Icesave og svo framvegis og svo framvegis. Nóg er af efnahagslegum umkvörtunarefnum og umræuefnum. Væri illt  að geta eingöngu barmað sér yfir veðráttunni.

 

Eins og flestir sem telja sig ekki fátæka fregni ég af fátæka fólkinu í gegnum miðlana sem ég les,  hlusta og horfi á. Er ég ekki frá því að ég þekki hreinlega ekki sálu sem telur sig til fátæka, hvorki í Þýskalandi né heima. Verð ég að taka fram að hér er ég einvörðungu að tala um vestrænt bjargleysi  og fátækt. Önnur fátækt er mér ævintýralega framandi með allri sinni ósminkuðu og ómannúðlegu eymd. Gildir einu hve margar myndir af vannærðum börnum ég sé eða hve mikið ég les um  ölmusufólk annarra landa.

 

En já, ég var víst að pæla í fátækt í Berlín.

 

Ekki frekar en heima bera þýðverskir efnahagslega stöðu sína utan á sér. Flestir eru klæddir á áþekkan máta, í merkjavarning sem þarf ekki að létta pyngjuna svo mikið. Svo getur víst útlit verið blekkjandi og varhugavert að ætla að tötraklædd, grannholda manneskja þurfi endilega að vera við sultarmörk. Til þess er tískan of fjölbreytileg og óútreiknanleg.

 

Hvað sem því líður fer maður ekki varhluta af beiningafólki í Berlín. Gildir einu hverju holdið klæðist þegar það á í hlut þar sem einkenni þess eru ótvíræð: Það spyr mann beint út hvort maður sé aflögufær um pening. Oftast hljómar spurningin svona „hast du ein bisschen Kleingeld?“ sem mætti þýða með „áttu smá klink?“ Ég geng út frá því að fólk sem þarf að betla sé efnalítið þótt margir spyrjendurnir beri það ekki utan á sér. Þar ráða aðrir þættir för.

 

Þanka um þá þætti meitla ég í orð síðar. Það er að segja þegar ég hefi nennu til.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

„Auðvitað viljum við byltingu“
Viðtal

„Auð­vit­að vilj­um við bylt­ingu“

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son hitti tvær leik­kon­ur úr al­þjóð­lega leik­hópn­um Spindrift og ræddi verk hóps­ins, Them, sem vak­ið hef­ur at­hygli.
Nýtt risameginland eftir 250 milljón ár: Verður það helvíti á Jörð?
Flækjusagan

Nýtt risam­eg­in­land eft­ir 250 millj­ón ár: Verð­ur það hel­víti á Jörð?

Legg­ið ykk­ur og sof­ið í 250 millj­ón ár. Það er lang­ur svefn en segj­um að það sé hægt. Og hvað blas­ir þá við þeg­ar þið vakn­ið aft­ur? Í sem skemmstu máli: Heim­ur­inn væri gjör­breytt­ur. Ekki eitt ein­asta gam­alt kort eða hnatt­lík­an gæti kom­ið að gagni við að rata um þenn­an heim, því öll meg­in­lönd hefðu þá færst hing­að um heimskringl­una...
Ísland í sérflokki háhraðatenginga til heimila
Erik Figueras Torras
Aðsent

Erik Figueras Torras

Ís­land í sér­flokki há­hraða­teng­inga til heim­ila

For­stjóri Mílu skrif­ar um for­skot Ís­lands þeg­ar kem­ur að há­hraða­teng­in­um til heim­ila og næstu kyn­slóð há­hraða­teng­inga sem mun styðja við þetta for­skot.
Samskip krefja Eimskip um bætur
FréttirSamráð skipafélaga

Sam­skip krefja Eim­skip um bæt­ur

Flutn­inga­fyr­ir­tæk­ið Sam­skip ætl­ar að krefja flutn­inga­fyr­ir­tæk­ið Eim­skip um bæt­ur vegna meintra „ólög­mætra og sak­næmra at­hafna“ þess gagn­vart Sam­skip­um. Jafn­framt hafa Sam­skip kært ákvörð­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um að leggja á fyr­ir­tæk­ið 4,3 millj­arða króna í sam­ráðs­máli.
Réttindalaust flóttafólk fær skjól hjá Rauða krossinum
Fréttir

Rétt­inda­laust flótta­fólk fær skjól hjá Rauða kross­in­um

Enn ein vend­ing­in hef­ur orð­ið í deilu sveit­ar­fé­laga og rík­is um hver eða yf­ir höf­uð hvort eigi að veita út­lend­ing­um sem feng­ið hafa end­an­lega synj­un á um­sókn um al­þjóð­lega vernd að­stoð. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur fal­ið Rauða kross­in­um að veita fólk­inu, sem ekki á rétt á að­stoð á grund­velli nýrra laga um út­lend­inga, gist­ingu og fæði.
„Ég vaknaði á morgnana og mín fyrsta hugsun var að heimurinn væri að farast“
Fréttir

„Ég vakn­aði á morgn­ana og mín fyrsta hugs­un var að heim­ur­inn væri að far­ast“

Eg­ill Helga­son hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
Arnarlax skráð á markað á föstudag eftir átakavikur um laxeldi
FréttirLaxeldi

Arn­ar­lax skráð á mark­að á föstu­dag eft­ir átaka­vik­ur um lax­eldi

Lax­eld­is­fyr­ir­tæ­ið Arn­ar­lax gaf það út fyr­ir mán­uði síð­an að fé­lag­ið yrði skráð á mark­að í haust og verð­ur af því á föstu­dag­inn kem­ur. Síð­an þá hef­ur eytt stærsta slys sem hef­ur átt sér stað í sjókvía­eldi á Ís­landi ver­ið í há­mæli.
Lífsskilyrði og heilsa fólks sem starfar við ræstingar mun verri en annarra
Rannsókn

Lífs­skil­yrði og heilsa fólks sem starfar við ræst­ing­ar mun verri en annarra

Staða fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði ef lit­ið er til fjár­hags­stöðu, stöðu á hús­næð­is­mark­aði, lík­am­legr­ar- og and­legr­ar heilsu, kuln­un­ar og rétt­inda­brota á vinnu­mark­aði. Krist­ín Heba Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu – Rann­sókna­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar ekki koma beint á óvart. „En það kem­ur mér á óvart hversu slæm stað­an er.“
Geta lent í miklum mínus ef þær fá ekki leikskólapláss
Viðtal

Geta lent í mikl­um mín­us ef þær fá ekki leik­skóla­pláss

Ein­stæð­ar mæð­ur sem ekki fá leik­skóla­pláss fyr­ir börn sín eru lík­leg­ar til þess að enda með nei­kvæð­ar tekj­ur í lok mán­að­ar og get­ur stað­an jafn­vel orð­ið svo slæm að þær enda í 140 þús­und króna mín­us í lok mán­að­ar. Þetta leið­ir ný meist­ar­a­rann­sókn Þóru Helga­dótt­ur í ljós.
Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar
Úttekt

All­ur mar­inn og bólg­inn eft­ir flug til Róm­ar

Fólk sem not­ar hjóla­stól er ít­rek­að sett í hættu­leg­ar að­stæð­ur þeg­ar það ferð­ast með flug­vél­um. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar hafa slasast í flugi og kvíða hverri flug­ferð. Þeir kalla eft­ir breyt­ing­um, betri þjálf­un fyr­ir starfs­fólk og mögu­leika á að þeir geti set­ið í sín­um eig­in stól­um í flugi.
„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.