Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Þetta gengur ekki lengur Katrín

Þetta gengur ekki lengur Katrín

Við upplifum það nánast daglega að í fréttatímana mætti ráðherrar og stjórnarþingmenn og endurtaki fullyrðingar um eittvað sem fáir kannast við. Þar er dreginn upp einhver sýndarveruleika sem yfirstéttin vill að við trúum. Þar er purrkunarlaust breitt yfir misgjörðir manna úr þeirra eigin röðum og öllum brögðum beitt til þess að viðhalda völdunum.

Við fólkið í landinu upplifun það að vera í hugum yfirstéttarinnar eitthvað sem eigi mótmælalaust að taka við tilskipunum og vera ekki með neitt múður. Hér er ég ekki að vísa í lagasetningu Alþingis. Nei. Við fáum að auki reglulega tilskipanir frá ráðherrum og stjórnarþingmönnum hvaða skoðanir við eigum að hafa. Tilskipanir um hvernig við eigum að skilja niðurstöður dómstóla. Yfirstéttin nýtir hiklaust umtalsverða fjármuni ríkissjóðs til þess að koma í veg fyrir að til okkar berist réttar upplýsingar og markvist reynt að villa okkur sýn.

Þessi viðbrögð opinberast berlega í umfjöllun ráðherra og fylgissveina þeirra um dóm Mannréttindadómstólsins. Í umfjöllun sinni vísa ráðherrar og stjórnarþingmenn hiklaust í einhver gögn sem eru löngu útrunnin. Dæmd út af borðinu af Hæstarétti Íslands og staðfest með dóm Mannréttindadómstólsins.

Dómarar hafa löngum verið handvaldir eftir pólitískum rétttrúnaði til þess að tryggja völdin. Það blasir við í niðurstöðu Lögbannsmálsins gegn Stundinni og Reykjavík Media hvernig yfirstéttin vinnur. Sama á við um Landsdómsmálið. Dómur sem var einmitt settur til þess að styrkja sjálfstæði réttarins og auka trú fólks á dómstólum landsins. En orðspor Landsdóms var verulega laskað strax við stofnun. Umvafinn pólitískum rétttrúnaði.

Er ekki nóg komið Katrín Jakobsdóttir? Þetta gengur ekki lengur. Nú þurfið þið að einfaldlega að hlíta niðurstöðum Mannréttindadómstólsins og skipta um kúrs. Stöðva öll pólitísk afskipti stjórnmálamanna af skipunum dómara.

Þetta ferli á eftir að kosta okkur milljarða þegar upp verður staðið. Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstólsins skipta hér öllu.

Það blasir við Katrín að í kjölfar dóms Hæstaréttar í lögbannsmáli gegn Stundinni og Reykjavík Media verður ekki undan því vikist að Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segi af sér. Það blasir við Þórólfur nýtti stöðu sína sem embættismaður og tók hagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram fyrir gildandi reglur og virti að vettugi lýðræðislegar kosningar.

Allt þetta endurspeglar þá skelfilegu niðurlægingu sem íslenskt stjórnvald fékk með niðurstöðu Mannréttindadómstól Evrópu. Staðfestir hvers vegna valdastéttin leggur svona mikið upp úr því að geta handvalið sitt fólk í dómstóla landsins

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni