Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.

Vigdísarviska

Stjórnmálamenn verða að vera með vissa eiginleika. Menntun er þar ekki endilega besti kostur, menntun í þeirri merkingu sem er í skólaaskanna látið. Sem dæmi má nefna held ég að forysta Pírata á alþingi sé ekki löng. Meira kemur til.

Formaður fjárlaganefndar er aftur á móti með þá háskólamenntun sem ætti að nýtast sem best á þingi. Vigdís Hauksdóttir er lögfræðingur. Lögfræðin er full af stjórnsýsluatriðum. T.d. vita lögfræðingar hvað lífeyrisskuldbindingar merkja. Svona í stuttu máli er það framlag vinnuveitandans og oftast talað um lífeyrisskuldbindingar ríkisins.
Og nú hefur Vigdís enn talað. Í þetta sinn sannfærir hún áheyrendur að "flokkur sinn" (i.e. Framsóknarflokkur) muni aldrei "sturta yfir skattgreiðendur" [yfirtöku skuldbindinga]. Þetta merkir á mannamáli að skattgreiðendur muni ekki borga, og ekki fært í fjárlög.

Það er grafalvarlegt þegar formaður fjárlaganefndar gefur út svona yfirlýsingar. í fyrsta lagi eru þessar skuldbindingar ríkistryggðar og í öðru lagi allt gert ráð fyrir þessum skuldbindingum þegar RÚV var breytt í OHF. (opinbert hlutafélag).

Varaformaður fjárlaganefndar veit sem betur fer betur en lallar á eftir Vigdísi um "groddalegar aðgerðir".

Nú vil ég biðja einhvern að útskýra þessa skuldbindingu fyrir Vigdísi og jafnframt að hún búi við ansi góð lífeyriskjör sem þingmaður.

Þann lífeyri greiða skattgreiðendur í fyllingu tímans.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni