Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.
Vel gert, forsætisráðherra!

Allar vísitölur benda til þess að ójafnræði aukist á Íslandi. 1% ríkasti hluti þjóðarinnar fengu peningabónus frá sjálfum sér í dag.
Hér á ég við forsætis- og fjármálaráðherra.
Skoðum tvær fréttir:
Fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklings á árinu 2014 gat numið allt að 169.199 kr. á mánuði og 253.799 kr. á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð.
Ef álagningarskrár á Fljótsdalshéraði, þar sem forsætisráðherra er með lögheimili, eru skoðaðar sést að í ár greiðir hann 2,76 milljónir í útsvar og 5,12 milljónir í tekjuskatt. Á síðasta ári greiddi hann 2,3 milljónir í útsvar, átta milljónir í tekjuskatt og 2,8 milljónir í auðlegðarskatt. Sem sagt rúmar 5 miljónir í lækkun.
Er þetta leiðréttingin sem Framsóknarflokkur kynnti fyrir kosningar?
Skítalykt.
Athugasemdir