Vanhæf stjórnarskrárnefnd

Hvílík vonbrigði.
Ég er að tala um viðtal við tvo fulltrúa í núverandi stjórnarskrárnefnd. Í nefndinni eru;
Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, formaður
Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Pírötum
Birgir Ármannsson, alþingismaður, tilnefndur af Sjálfstæðisflokki
Einar Hugi Bjarnason lögmaður, tilnefndur af Framsóknarflokki
Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra, tilnefndur af Framsóknarflokki
Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður, tilnefnd af Vinstrihr. - grænu framboði
Páll Valur Björnsson, alþingismaður, tilnefndur af Bjartri framtíð
Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður, tilnefnd af Samfylkingu
Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, tilnefnd af Sjálfstæðisflokki.[heimild forsætisráðuneyti].
Störf stjórnarskrárnefnda hafa yfirleitt verið saga hörmunga. Hver man ekki stjórnarskrárnefnd sem Þorsteinn Pálsson stýrði, hélt um 80 fundi og lagði fram breytingu á einu ákvæði um fullveldisafsal. Það var samt aldrei lagt fram.
Vonbrigði mín nær einnig til þeirra nefndarmanna sem voru þó sammála um að leggja fram ákvæði um fjórar breytingar.
Sá allsherjar misskilningur er að það eigi ekki að leggja fram breytingar á stjórnarskrá nema allir séu sáttir. Hin vonlausa von.
Ármann Sveinsson sló í gadda með það að þessi ákvæði verði lögð fram samhliða forsetakosningum næsta vor.
Dugleysi þingmanna er algjör.
Og því miður Píratar meðtaldir.
Athugasemdir