Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.

Útsnúinn forsætisráðherra

Komið er í hverja bréfalúfu heimilanna ný-framsóknarkeypt DV blað. Mest áberandi er drottingaviðtal við forsætisráðherra landsins. Þar er einna helst efst í huga gott fylgi Pírata í könnunum.

Hann hefur áhyggjur af því að ráðist sé "að þeim gildum sem byggt sé á". Einnig að hér sé atlaga að þeim lýðræðishugmyndum sem stjórnskipan landsins byggir á.

Og hvaða gildi er maðurinn að tala um?

Er hann að tala um græðgis helmingaskipti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks?

Er hann að tala um hyglun flokksskírteinishafa Framsóknarflokksins?

Er hann að að tala um rústun mennta- og heilbrigðiskerfisins?

Er hann að tala um hyglun sægreifanna?

Óttast hann réttmætar breytingar á stjórnarskránnni?

Forsætisráðherra óttast frjálslyndari lýðræðishugmyndir.

Hann bendir réttilega á að Píratar koma með ferskan vind lýðræðishugmynda og áherslu á meiri áhrif kjósenda.

Að lokum vilja Píratar leiðrétta það óréttlæti að Gunnar Bragi hafi meir en tvöfaldan kosningarétt en ég.

"Að lokum legg ég til að fundir allra fastanefnda alþingis séu opnir"

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni