Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Umræðan á eftir að harðna

Umræðan á eftir að harðna

Smátt og smátt harðnar umræðan um flóttafólk og afstaðan verður neikvæðari. Andstæðingar þess að taka á móti flóttafólki þora meir að taka umræðuna enda virðast ráðamenn þjóða vilja hægja á, jafnvel stöðva móttöku flóttafólks.

Sama á við hér á landi.

Ekki kæmi á óvart að tortryggni forsetans til byggingar moskvu eigi eftir að hafa áhrif. Ef til vill stöðva öll byggingaráform.

Ef stöðva á móttöku erlends fjármagns til bygginga trúarhúsa þá er ég hræddur um að þurfi að skoða alla erlenda styrki ekki eingöngu til trúarfélaga. 

Fylkifiskur forsetatortryggnina er andúð á múslimum. Meir þarf nú ekki til. 

Ætlar forsetinn að bera ábyrgð á slíku?

Ég spái því að þetta sé því miður bara byrjunin.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu