Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Trúverðugleiki skýrslna

Trúverðugleiki skýrslna

Á vegum ríkisins koma út margar skýrslur. Gróflega má skipta þessum skýrslum í þrennt:

  • Skýrslur gerðar af stofnunum fyrir beiðni löggjafar- og framkvæmdavalds- Dæmi um slíkt er Rannsóknarskýrsla Alþingis
  • Skýrslur og/ eða gerðar fyrir tilhlutan framkvæmdavalds um rekstur stofnana gerðar af óháðum fagaðilum  oft með t.t. hagræðingar eða samruna
  • Pólitískar skýrslur sem framkvæmdavaldið felur eftir hentugleika um sérstakt málefni eða pólitíska stefnumótun. Dæmi um slíkt er Hvíta bók menntamálaráðherra

Nú hefur komið út skýrsla sem hefur allt yfirbragð skýrsla sem er nefnt í dæmi tvö, framkvæmd af fagaðilum.

Þegar skýrslan er skoðuð kemur margt í ljós. Skýrslunni er ætlað að kanna stöðu á rekstri RÚV eða eins og segir í fréttatilkynningunni;

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem ætlað er að skoða og greina rekstur RÚV.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem ætlað er að skoða og greina rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins þann 1. apríl 2007. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Markmiðið með stofnun hópsins er að varpa ljósi á ástæður þess alvarlega rekstarvanda sem Ríkisútvarpið ohf. glímir nú við.
Eyþór Arnalds er formaður starfshópsins. Aðrir í hópnum eru þau Guðrún Ögmundsdóttir, starfsmaður í fjármálaráðuneytinu og Svanbjörn Thoroddsen ráðgjafi.
Þess er vænst að starfshópurinn skili niðurstöðum hið fyrsta og eigi síðar en 26. júní 2015. (Vbl)

Hópurinn varpaði svo ljósi á reksturinn í lok október eða fjórum mánuðum síðar en erindisbréfið segir til um. Það í sjálfu sér er gagnrýnisvert. Skýrslan er 42 síður með haus og hala og segir margt og lítið í senn. Marga hluti sem vitað var fyrir og margt sem var fyrirsjáanlegt.

Ekki verður séð að formaður starfshópsins sér sérmenntaður í slíkum úttektum enda afkoman rýr. Auk þess rýrir það trúverðugleika skýrslunnar að formaðurinn er pólitískur samherji menntamálaráðherra og átt í samkrúnki við hann á öðrum vettvangi.

Það verður því varla annað séð en að skýrslan hafi verið pólitísk verkbeiðni.

Það er því einnig athyglisvert að skýrslan kemur út viku síðar en landsfundur Sjálfstæðisflokksins.

Illa og ekki er vísað í heimildir hvorki neðanmáls né með heimildarskrá aftast. Það er jú lágmarkskrafa til skýrslna með allri virðingu fyrir menntuðum sellóleikara.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni