Trúa menn Bjarna?
Maðurinn á götunni, strætóbílstjórinn puttalangi er búinn að fá nóg af ríkisstjórninni. Hann gefur ríkisstjórninni puttann.
Vissulega er það strangt tekið ekki við hæfi að gefa fólki puttann og allra síst þegar um landsföður er að ræða komandi úr stjórnarráðinu.
En það er bara svo freistandi.
Nú reynir fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson að sannfæra almenning um að félagsmálaráðherrann skilji ekki hvernig eigi að búa til stjórnarfrumvörp.
Þeim þurfi í flestum tilvikum að fylgja kostnaðaráætlanir.
Þurfti ekki iðnaðarráðherrann að gera það en fékk samt reisupassann í stað náttúrupassa?
Þurfti sjávarútvegsráðherra ekki að gera það þegar hann var endursendur með frumvarp um fiskveiðistjórnun og aftur með flutning Fiskistofu?
En félagsmálaráðherra veit betur. "Meirihlutinn ræður" sagði Bjarni Ben.
Það er að gefa puttann.
Athugasemdir