Tilgangur landsfunda

Þessa dagana funda þeir stjórnmálaflokkar sem mynda pólana í íslensku flokkakerfinu.
Þar eru fjölmargar ályktanir samþykktar (atkvæði greidd fyrri hluta sunnudags!). Hér er eitt dæmi;
-Flokkurinn styður rétt barna til náms og almenns þroska, hlúa ber að rétti þess sem einstaklingi og félagsveru.-
Dæmið er tilbúið en gæti hvort sem er verið setning úr ályktun hjá Vg eða Sjálfstæðisflokki.
Þannig er tilgangur landsfunda svipaður og réttir að hausti eða héraðsmót.
Fólk hittist og hagsmunatengsl styrkt.
Stjórnmálaflokkarnir gæta þess að skoðanaslys verði ekki. Málefnanefndir starfa fyrir landsfund og svo í lokin ein samræmingarnefnd.
Fyrir kemur að eitt sérstakt málefni er baráttumál einstaklings eða hóps. Áhugi fjölmiðla getur skipt máli en fer oft eftir því hvort átök verða um málefnið. Flugvallarmálið er eitt dæmi. Heitar umræður skapast og menn rjúka jafnvel á dyr.
Svo er komið að samþykktarsúpunni og allir fara sælir heim af landsfundi.
Fjölmiðlar skipta miklu máli þegar kemur að því að segja frá ályktunum. Út frá þeirri dagskrársetningu taka aðrir flokksmenn og kjósendur kúrsinn.
Þingflokkar stjórnmálaflokka eru valdamikil stofnun. Þar fara í gegn öll málefnasúpan og sían er naum.
Það verður því fróðlegt að sjá hvort stefnubreyting verði hjá stjórnaskrárbundnum þingmönnum, hvort landsfundur skipti máli.
Voru ekki örugglega áréttað um nauðsynlegar stjórnarskrármálefni á fundum helgarins?
Athugasemdir