Tekur því að vera með lýðræði?

Einn aðalbloggari Eyjunnar finnst ekki taka því að skipta um forseta. Forsetaembættið sé óskapnaður og það taki því að skipta um forseta á meðan hann dregur andann.
Hér er skrifað af vankunnáttu um forsetaembættið. Embættið er enginn vanskapningur. Eins og embættið var skrifað inn í stjórnarskránna fór fram mikil átök um embættið og stöðu þess. Helsta ágreiningsmálið var hvort forsetinn ætti að vera þingkjörinn, líkt og ríkisstjóri var eða þjóðkjörinn. Einnig er hér tekist á um parlamentary regluna, hvort ætti að vera þingstjórn eða sterkt framkvæmdavald.
Stjórnskipan á Íslandi er forsetaþingræði. Þingið hefur þannig bráðabirgða löggjafarvald sem forsetinn getur vísað til þjóðar.
Það er því í raun skylda að tekist sé um forsetaembættið á fjögurra ára fresti. Eina leið kjósenda til að skipta um forseta. Þingið getur að vísu rekið forsetann með auknum meirihluta en þá þarf jafnframt að rjúfa þing.
Ég trúi því að bloggari Eyjunnar hafi skrifað þetta í hálfkæringi en viti betur.
Nema þetta sé langtímaplott Björns Inga.
Athugasemdir