Svokallaða samviskufrelsi

Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi festa það í lög að prestum yrði aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu gegn trúarlegri sannfæringu sinni. Hún og Birgir Ármannsson lögðu fram breytingatillögu á hjúskaparlögum í minnihluta í allsherjarnefnd 2009-2010.(vísir)
Auðvitað höfðu þessir þingmenn samviskufrelsi til að leggja þetta til. Hitt er verra að tillagan hvetur til mannréttindabrota.
Séra Baldur Kristjánsson bendir réttilega á þetta;
Sennilega er vísað til 9. gr. Mannrèttindasáttmála Evrópu sem hljóðar svo:
,,Sérhver maður á rétt á að vera frjáls hugsana sinna, samvisku og trúar. Í þessu felst frelsi manna til að breyta um trú eða sannfæringu svo og til að rækja trú sína eða sannfæringu, hvort heldur einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi, með guðsþjónustu, boðun, breytni og helgihaldi.“
[...]
Þessi grein svo ágæt sem hún er, segir ekkert um samviskufrelsi embættismanna. Í því efni sem um er rætt trompar 14. greinin hina 9undu gjörsamlega. Hún hljóðar svo:
,,Réttindi þau og frelsi, sem lýst er í samningi þessum, skulu tryggð án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, kynþáttar, litarháttar, tungu, trúarbragða, stjórnmála- eða annarra skoðana, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu, tengsla við þjóðernisminnihluta, eigna, uppruna eða annarrar stöðu“
-
En svo er það Kim Davis;
Kentucky clerk Kim Davis, hauled to jail for defying a series of federal court orders and refusing to issue marriage licenses to same-sex couples, filed a 40-page court document Thursday, blaming Kentucky governor Steve Beshear for all her legal woes.
The day the Supreme Court effectively legalized gay marriage in June, Beshear sent a letter to the state's 120 county clerks directing them to issue licenses. Davis on Thursday complained that in doing so he "commandeered" county clerk's offices and "usurped control of Kentucky marriage law."
Davis stopped issuing licenses altogether.
Frú Davis á yfir höfði sér stöðumissi auk fangelsisvist.
Svona er gert í landi frelsisins.
Athugasemdir