Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.

Sundraðir ríkisstjórnarflokkar

Sundraðir ríkisstjórnarflokkar

Ríkisstjórnarflokkarnir koma sannarlega sundraðir að samningaborði atvinnulífsins. Nú eru engar kanínur dregnar úr hatti.
Landsfundir Framsóknarflokksins samþykkt fullan stuðning við kröfu um 300 þúsunda lágmarkslaun.

Á meðan stendur fjármálaráðherra í deilum við lánþega. Fullyrðir að nú sé kominn nægjanlegur jöfnuður.

En það koma engar lausnir á kjaradeilunum við launþega. Enda talar formenn stjórnarflokkana út og suður.

Staðhæfa þeir að ekkert sé hægt að gera vegna þess að sundrung ríki.

Átta þingdagar eru eftir af þessu þingi og öll stærstu mál vetrarins.

Auk þess er hent inn handsprengju sem breytingar á rammaáætlun með einkunnarorðinu "meirihlutinn ræður".

Nú er það einu sinni hlutverk ríkisstjórnar að sætta aðila og samræma. Þannig varð þjóðarsáttin til.

En keisarinn er klæðalaus!

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar er dauðaþögn:

-

Sama gátan. Svarið forna:
    Sandsins auðnir.  Dauðaþögn
    Davíð St.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni