Stóra stoppið í stjórnarskrárnefnd

Nú er að verða ljóst að ekki næst að ljúka umræðu um breytingar á stjórnarskrá fyrir árslok 2015.
Áramótin eru þýðingamikil ef leggja á breytingarnar fyrir kjósendur samhliða forsetakosningar sem fara fram í lok júní 2016.
Ákvæðið er svona;
[Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 79. gr. er heimilt, fram til 30. apríl 2017, að breyta stjórnarskránni með eftirfarandi hætti: Samþykki Alþingi frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskrá með minnst 2/3 hlutum greiddra atkvæða skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.
Alþingiskosningar fara fram næst 2017 svo það er frekar klént að lita þær kosningar með stjórnarskrárbreytingum.
Sem sagt stjórnarskrárnefndin hefur ekki skilað formlegum tillögum því dagskrá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar lítur svona út;
Dagskrá þriðjudaginn 10. nóvember 2015 í Austurstræti 8-10
Fundargerð
Mál 115 - siðareglur fyrir alþingismenn
Gestir
Mál 156 - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið
Gestir
Reglugerð (ESB) nr. 734/2013 er varðar eftirlit með ríkisaðstoð
Önnur mál
Engin umræða hvað þá lokaafgreiðsla um breytingarnar.
Þessi hægagangur ásamt flótta undan ályktun um rannsókn á einkavæðingu bankanna sýnir í raun grímulaust hver ræður för.
Athugasemdir