Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.

Stjórnarskrá: Breyta hverju?

Stjórnarskrá: Breyta hverju?

Formaður Sjálfstæðisflokksins birtist nú landsmönnum sem frelsandi engill stjórnarskrárbreytinga. Ekki það að hann komi með steintöflur af breytingum. Hann vill breyta ákvæði um eign auðlinda sem enginn getur verið á móti og svo opinn fyrir breytingum á ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslum. 

Í raun ekkert nýtt í þessu og því sem Birgir Ármannsson var búinn að kynna. Miðað við tillögur stjórnlagaráðs - túkall með gati.

Á meðan sjálfstæðismenn ráða þá verður ekki ráðist í ítarlegum breytingum á mannréttindaákvæðum, nútímalegri stjórnskipan, staða forsetans skýrð og skilgreind, og síðast en ekki síst jöfnun atkvæðisréttar. Ekkert skýrar um hagsmunatengsl þingmanna og siðareglur. Gæti haldið áfram endalaust.

Staðreyndin er sú að það er búið að spyrja þjóðina um afstöðu hennar til nýrrar stjórnarskrár. Á ekkert að fara eftir því?

Núverandi stjórnarskrá er stagbætt líkt og fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson sagði í áramótaræðu. 

Það er varla þess virði að fara af stað í þessa vegferð ef ætlunin er enn einn bútasaumurinn. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni