Skal hann fram?

Ég vil þakka þeim fjölda sem hefur haft samband við mig vegna síðustu bloggfærslu. Flettingar urðu rúm tíuþúsund sem er talsvert.
Brennandi er því spurning manna: Ætlar hann fram? Eða eins og segir í kvæðinu:
Þú álfu vorrar yngsta land,
vort eigið land, vort fósturland,
sem framgjarns unglings höfuð hátt
þín hefjst fjöll við öldu slátt.
Þótt þjaki böl með þungum hramm,
þrátt fyrir allt þú skalt, þú skalt,
samt fram, þú skalt samt fram,
þú skalt samt fram.
Forseti vor var bljúgur sem barn sögðu þeir sem þáðu pönnukökur á Bessastöðum í dag. Með rabbarasultu úr kálgarði staðarins.
Varlega ræddu menn það hvort forsetinn væri á förum. Hann á það til að eflast við slíkt tal. Held að undirskriftasafnarar Þjóðareignar (þökk sem þeim) hafi ekki sérlega verið með aðrar áskoranir undir höndum.
En fjöldinn allur sem tjáðu sig um hugsanlega framlengingu vistar forsetans á Bessastöðum voru nær á einn veg:
Nei takk-.
Það í sjálfu sér er ekki góð eftirmæli núverandi forseta.
Hvet fólk eindregið fólk að kynna sér fagskrif dr. Svans Kristjánssonar um forsetann. Nú síðast um Hrundans forsetans. Allt í tímaritinu Skírni.
En blíðmælgi forsetans sannfæri mig ekki að forsetinn sé á förum.
Athugasemdir