Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.
Skagfirsk rökfærsla?

Fyrirsögnin er í spurnarformi því ekki vil ég styggja marga skagfirska vini mína. En spurningin kom í hugann þegar ég las frétt þess efnis að utanríkisráðherra (sem hefur 2,4 fallt atkvæðismátt á við mig í Kraganum) fullyrðir að stéttarfélagið BHM sé stýrt að Samfylkingunni.
Þvílíkur dónaskapur.
Ef til vill er þetta framsóknarregla að sé einhver flokksmaður taki við ábyrgðarstöðu í þjóðfélaginu þá hafi flokkurinn handstýringu á viðkomandi stofnun. Stýrir þannig Framsóknarflokkur þeim stofnunum eða félögum sem framsóknarmaður situr?
Margur heldur mig sig.
Athugasemdir