Sjálfstæðisflokkur réttir kúrsinn

Yfirlýsing Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fráfarandi varaformanni Sjálfstæðisflokksins kemur ekki á óvart.
Í raun hefur þetta verið þrepaafsögn Hönnu Birnu. Skoðum ferlið.
15.08.2014
Ég hef að auki óskað eftir því við forsætisráðherra að þau málefni sem undir mig heyra og hafa með dómsstóla og ákæruvald að gera færist til annars ráðherra í ríkisstjórn á meðan dómsmál á hendur Gísla Frey stendur yfir, enda tel ég mikilvægt að friður skapist um fjölmörg mikilvæg verkefni innanríkisráðuneytisins.
21.11.2014
Ég hef jafnframt óskað eftir því að hann geri sem allra fyrst tillögu við þingflokkinn um arftaka minn enda nauðsynlegt að sem mestur friður ríki um störf ráðherra sem ber ábyrgð á þeim mikilvægu verkefnum sem unnin eru á vettvangi ráðuneytisins.[...]
Til að axla áfram mína pólitísku ábyrgð gagnvart fólkinu sem kaus mig til forystu á Alþingi til fjögurra ára mun ég að loknu stuttu fríi taka aftur til starfa sem þingmaður og vonandi enn virkari varaformaður Sjálfstæðisflokksins um áramót. Ég hlakka til þess, nýrra verkefna og nýs árs.
1.10.2015
En þegar nú blasir við að eina ferðina enn á að stilla ákvörðunum er mig varða upp sem einhverju uppgjöri við hið svokallaða lekamál þá finn ég sterkt að ég hvorki get né vil leggja enn einn slaginn um það mál á flokkinn, mig eða mína,“ segir Hanna Birna.
Það sem skín í gegn, reyndar nánast sama orðalag ágúst og nóvember 2014, að hún velur leið friðar. Þegar hún svo gefur ekki kost á sér sem varaformaður beinir hún orðum sínum (spjótum) að flokksfélögum sínum.
Ég tel að þar með hafi hún staðfest að hún hafi orðið fyrir þrýstingi frá flokksfélögunum. (forystunni?).
Annars er pólitíkin sérkennileg tík. Önnur kona tapaði formannskosningum og sagði "Minn tími mun koma."- Hann kom 15 árum síðar.
Hver veit?
[myndin sem fylgir með er ekki af Landsfundi]
Athugasemdir