Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.

Samfylking- Fundað um nýjan landsfund

Samfylking- Fundað um nýjan landsfund

Þegar illa árar í pólitíkinni er ræðaranum (i.e. formanni) kennt um aflabrestinn. Ljóst er að það gengur erfiðlega fyrir Samfylkinguna að ná vopnum sínum eftir kosningarnar 2013. Þó má fullyrða að það séu fáar ríkisstjórnir sem búi við jafn lítið fylgi og núverandi.

Að vonum fer fram umræða í framkvæmdastjórn flokksins um stöðuna og hvað eigi að gera.

Formaður framkvæmdastjórnar á því erfitt að sópa ólgunni undir pólitískt teppi enda vandinn stór.

Formaður flokksins Árni Páll Árnason gefur sterklega til kynna að það þurfi að fara í smiðju Pírata til vopna.

Samfylkingin stendur því frammi fyrir tveimur kostum:

  • Standa af sér gerningaveðrið og gagnrýnina og vona að fylgisflóð komi eftir fjöru
  • Boða og blása til nýrrar sóknar og gera róttækar breytingar á uppbyggingu flokksins

Mér sýnist seinni kosturinn sé vænlegri þó það sé ekki líklegt að sú leið verði kosin.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni