Sáðmenn óttans

Til þess að viðhalda völdum þarf ótta. Þannig að ef valdinu er ógnað er óttanum dreift. Jafnvel birtast sáðmenn óttans úr öllum áttum akursins. Einnig þarf að finna sameiginlegan andstæðing sem skotmark.
Allt þetta er að gerast á Íslandi. Útvarpsstöð hamrar á ógninni og heimskunni allan sólarhringinn. Útvegs-Mogginn drynur undir með þungum slátt.
Og sáðmenn óttans spretta fram.
Óvinurinn er múslimi. Svo segir forsetinn, svo segir forsætisráðherra, svo segir Útvegs-Mogginn.
Síðasta sáningin kemur frá virtum lögfræðingi sem þáverandi forsætisráðherra vændi um mútuburð á bolludegi.
Rökin eru einföld; Múslimar þurfa að lúta íslenskum lögum.
Og Eyjakórinn tekur undir þó flestum þeirra sé ljóst að engum hefur dottið það í hug að slíkt væri hægt, hvað þá ætlunin.
Hvar endar þessi ósköp?
Athugasemdir