SALEK hlekkir

Ekki fær samkomulag ASÍ, BSRB og SA háa einkunn hjá Stefáni Ólafssyni og reyndar fleirum.
Kolbeinn H. Stefánsson skrifar á FB:
"Það er mjög margt sem er að trufla mig við þetta svokallað Salek dæmi.
Eitt er þessi orðræða um að bæta vinnubrögð við samningargerð og breyta íslenska samningamódelinu til að stoppa „höfrungahlaup". Þetta virkar eins og einhverskonar teknókratísk meinloka, að átökin á vinnumarkaði á undanförnum misserum séu tilkomin vegna þess að það hafi gleymst að uppfæra verkferlalíkanið en ekki vegna þess að það séu ólíkir og stundum andstæðir hagsmunir sem takast á.
Ég hnaut líka um þetta: „... þrátt fyrir nærri tvöfalt meiri launahækkanir á Íslandi hafi kaupmátturinn aukist helmingi minna hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum á síðustu 15 árum." Þetta hljómar eins og þetta sé afleiðing af stöðugu ástandi sem hefur verið viðvarandi frá aldamótum. Fall krónunnar í kjölfar bankahrunsins skýrir þetta hinsvegar að nokkru leyti. Ekkert sambærilegt átti sér stað á hinum Norðurlöndunum. Það er dálítið sérkennilegt að minnast ekki á það í samhenginu. In sum: A.m.k. hluti af minni kaupmáttaraukningu frá 2000 er ekki afleiðing af höfrungarhlaupinu svokallaða.
Svo staldra ég aðeins við „Kaupmáttinn á að tryggja með lágri verðbólgu, stöðugu gengi og lægri vöxtum." Stöðugt gengi segið þið ...
Það hljómar hinsvegar skynsamlega að láta svigrúmið til launahækkana ráðast af útflutningsgreinunum. Spurning hvort við þurfum samt ekki burðugri útflutningsgreinar. Í anda Salek-hópsins mætti t.d. skoða einhyrningarækt."
Ekki er umsögnin daufari hjá Kennarasambandinu:
-Útgjöld sem kunna að falla á ríki og sveitarfélög fyrr en ella vegna fyrir hugaðra breytinga á fyrir komulagi lífeyrismála verði talin með kostnaðaráhrif um kjarasamninga opinberra starfsmanna og/ eða launaskriðs þeirra. Þetta getur KÍ ekki sætt sig við enda væru slík út gjöld ekki ætluð til þess að bæta kjör opinberra starfsmanna heldur einungis hugsuð til að koma í veg fyrir kjaraskerðingu þeirra vegna breytinganna. Þau útgjöld sem um er að ræða hafa auk þess engin efri mörk í þeim texta sem fyrir liggur, meðal annars vegna þess að enn hefur ekki náðst niðurstaða um verðmæti bakábyrgðar líf eyris réttinda opinberra starfsmanna. Eins og málið er sett upp, í textanum sem fyrir liggur, þurfa opinberir starfsmenn að bera kostnað af því að halda óbreyttum lífeyrisréttindum með lægri launasetningu en ella og/ eða skertri launa skriðstryggingu.-
ASÍ hefur alltaf haft horn í síðu opinberra starfsmanna hvað samninga varðar. Hér sýnist mér tilraun til að afnema samningsrétt opinberra starfsmanna. Ákvæðið um launaskriðið er ekki jólakökuvirði.
Athugasemdir