Sagði ráðherrann ósatt?

Ráðherra mennta- og menningarmála hefur verið þráspurður. Og nú er að umlykjast hann net sem líkist verulega neti lekaráðherrans.
Vilja svör um tengslin við Orku Energy (Frtbl.090415)
[...]
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sat fundi í Kína með jarðvarmafyrirtækinu Orka Energy í síðasta mánuði. Ferðin var vinnuferð á vegum ráðuneytisins og með í för voru fjórir starfsmenn ráðuneytisins ásamt fulltrúum Orku Energy. Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtækið þegar hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið. Hann segist þó hafa látið af þeim störfum þegar hann tók aftur sæti á þingi árið 2011.
"Tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér," segir Illugi. Hann segir fundinn í Kína tilkominn vegna þess að aðilar frá Orku Energy hafi verið staddir á sama stað á þessum tíma.
"Ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum þeirra," segir Illugi. "Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar."
Illugi segist engra fjárhagslegra hagsmuna eiga að gæta í tengslum við starfsemi Orku Energy. Hann sé hvorki á launaskrá þar né eigi hlutabréf í fyrirtækinu.
[...] fanney@frettabladid.is (09.04.15)
Ef þetta er skoðað í samhengi við þessa frétt;
Þann 26. [2015] apríl ákvað Illugi að tjá sig um viðskipti sín og Hauks Harðasonar í viðtali við fréttastofu RÚV eftir að Stundin, og hugsanlega aðrir fjölmiðlar líka, höfðu beint til hans spurningum um félagið OG Capital sem hann hafði átt. Í viðtalinu við RÚV greindi Illugi frá því að hann hefði selt íbúð sína á Ránargötu til Hauks eftir að hafa lent í fjárhagserfiðleikum. (Stundin okt.15)
Samt er það eina sem kemur fram í hagsmunaskrá ráðherra að hann sé varamaður í sóknarnefnd Dómkiskjunnar.
Ég er hræddur um að þingmenn eigi eitthvað vantalað við ráðherrann.
Athugasemdir