Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.
Rofið og raunveruleikinn

Sigmundur Davíð forsætisráðherra er að mörguleyti prúður og hugrakkur maður. En hann á það til að fara í vindmyllurnar.
Aðspurður um lágt gengi ríkisstjórnar segir hann:
-"Að einhverju leyti skýrist þetta kannski á þessu rofi milli raunveruleika og skynjunar eða umfjöllunar.-"
Það má vera að það megi skýra þetta svar á marga vegu. Prufum:
- Kjósendur eru fífl og almennt ekki í tengslum við raunveruleikann
- Þjóðin er á raunveruleikafyllerí og skynsemi og skynjun fer ekki saman
- Þetta er allt misskilningur a la Georg Bjarnfreðarson - þjóðin þurfi dass af bjartsýni
Ég er ansi hræddur um að "þjóðin" (i.e. kjósendur) séu skynsamari en landsfaðirinn vill vera láta.
Það gæti komið í ljós eftir næstu kosningar miðað við einkunnagjafir.
Athugasemdir