Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.
Rafbyssusamskipti lögreglu

Rafbyssusali hefur um skeið sveimað um landið og kynnt vöru sína. Lögreglan hefur sýnt þessu áhuga og jafnvel einstakir alþingismenn. Lögreglan telur að með notkun rafbyssu muni allar handtökur verða þægilegri og minni hætta á slysum!
Ég sé fyrir mér lögreglumanninn á Laugarveginum sem tók drukkna stúlku "norsku bragði". Það hefði verið stuð.
Ég tel farsælla að lögregla beiti enn um sinn rólegri samskiptaháttum. Í ljós hefur komið að við eitt hundrað handtökur hafi orðið þrjú mannslát við notkun rafbyssu.
Notum raforkuna í annað.
Athugasemdir