Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.

Pirringur kjósenda

Pirringur kjósenda

Enn birtast skoðanakannanir um slæmt gengi fimmflokksins. Ég bæti Bjartri Framtíð við fjórflokkinn því í nær þrjá áratugi hefur íslenskt flokkakerfi einkennst af fimm flokkum á alþingi þar sem sjötti flokkurinn hefur komið inn undir ýmsum nöfnum. 

Ljóst er að samruni félagshyggjuflokkana um aldamótin hefur mistekist. Tryggir kjósendur fjórflokksins yfirgefa hann og nýir eldri aldursflokkar kjósa nýliðann Pírata. 

Getur verið að kjósendur íhugi ekki lengur orð eins og, hægri-vinstri-velferð-jöfnuður?

Miklu frekar skilvirkni-heiðarleiki-gegnsæi?

Fulltrúar Pírata hafa rætt frá hjarta um þessi orð. Þessi háttur er að skila sér út á landsbyggðina.

Það er nýtt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni