Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.
Logn í hvassahrauni

Nafnið Hvassahraun er ekki vegna vindgangs heldur gerð hrauns. Samt er þetta skemmtilegur orðaleikur.
Á sama hátt eru svör og viðbrögð hagsmunaaðila orðaleikur. Ánægja flugvallarvina skapast af því að málið er komið á upphafsreit. Engum dettur í hug að ríkið fari að kosta nýjan flugvöll á næstunni nánast í túnfæti Keflavíkurflugvallar. Samgöngukostnaður er nánast sá sami til Reykjavíkur.
Þó má deila um hvort nálægðin sé ókostur. Þannig væri stutt fyrir dreifbýlið að koma sér milli flugvalla, ef þeir hefðu efni á innanlandsflugi.
Staðan er því sú að lygna mun í deilumálinu, þó hvessi í Hvassahrauni.
Athugasemdir