Landsfundur- útgerðin ritskoðar

Eins og mig grunaði voru allar tillögur sem losuðu eignartök útgerðar á sjávarauð felldar út. Komu ekki einu sinni til afgreiðslu á sjálfum fundinum.
Hér er átt við þessa málsgrein;
"Í stjórnarskránni ætti að vera ákvæði um að auðlindir sem ekki eru í
einkaeigu, séu ævarandi í eign íslensku þjóðarinnar sem nýttar eru með sjálfbærni og hagsmuni allra landsmanna að leiðarljósi."
Prófessor Svanur Kristjánsson telur að þarna hefði Sjálfstæðisflokkurinn misst af tækifæri í átt til þjóðarsáttar.
Guðrún Konný Pálmadóttir skrifar;
"Í drögum að landsfundarályktun frá atvinnuveganefnd sem ég las og þótti allmerkilegt stóð þetta: “Í stjórnarskrá skulu vera ákvæði um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni eins og um aðrar náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu. Um leið skal veiði- og nýtingarréttur fyrirtækja og einstaklinga tryggður.”
Í lokaútgáfunni er þessu algerlega sleppt!"
Hún er ritstýrð bláa höndin.
Athugasemdir